Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 117
115
ur 120000 í dönskum skuldabréfum. Sjóðurinn er eign Háskóla ís-
lands, og er varzla hans og ávöxtun í höndum rektors og háskóla-
ráðs samkv. þeim almennu reglum, er gilda um sjóði Háskólans.
2. gr.
Stjórn sjóðsins er skipuð 3 mönnum, rektor Háskólans, sem er for-
maður, Dana, sem er tilnefndur af gefendum og eftir lát þeirra beggja
af Sören Langvad verkfræðingi, og íslenzkum ríkisborgara, sem til-
nefndur er af gefendum og eftir lát þeirra af háskólaráði til þriggja
ára í senn.
3. gr.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningarleg tengsl íslands og
Danmerkur. I því skyni eru veittir styrkir úr sjóðnum til námsdval-
ar fyrir íslendinga í Danmörku og Dani á íslandi, og enn fremur er
heimilt að styrkja hverja þá starfsemi, sem stjórn sjóðsins telur á
hverjum tíma, að muni stuðla að því markmiði, sem sjóðnum er ætlað
að vinna að. Styrki má veita með eða án umsókna.
Styrkúthlutun fer fram á afmælisdegi frú Selmu Langvad hinn
25. júní, í fyi’sta skipti 25. júní 1965. Stjórnin getur ákveðið, að styrk-
úthlutun fari fram árlega eða með 2—3 ára millibili. Öllum vöxtum
sjóðsins má verja til úthlutunar samkv. framansögðu, en höfuðstól
má eigi skerða.
4. gr.
Leita skal staðfestingar forseta íslands á skipulagsskrá þessari.
B. BREYTINGAR Á HÁSKÓLAREGLUGERÐ.
AUGLÝSING nr. 76, 11. okt. 1963,
um staðfestingu forseta íslands á breytingu á reglugerð
fyrir Háskóla Islands.
Forseti íslands hefur hinn 9. okt. 1963, samkvæmt tillögu mennta-
málaráðherra, staðfest eftirfarandi breytingu á reglugerð nr. 76 frá
17. júní 1958 fyrir Háskóla íslands:
1. gr.
84. gr. 2. töluliður orðist svo:
„í læknadeild 12: í efnafræði, í geðlæknisfræði, í handlæknisfræði,
í heilbrigðisfræði, í lífeðlisfræði og lífefnafræði, í líffærafræði, í
lyfjafræði, í lyflæknisfræði, í meina- og sýklafræði og 3 í tannlækn-
isfræði. Prófessorsembætti í tannlæknisfræði í klíniskum greinum
skulu eigi veitt öðrum en tannlæknum, sem stundað hafa í 3 ár hið