Árbók Háskóla Íslands - 01.01.1964, Page 128
126
lögum ráðsins, þar sem kosin var nefnd til undirbúnings hátíðahald-
anna 1. des. og önnur nefnd til útgáfu stúdentablaðs sama dag.
2. Að ósk f jögurra stúdentaráðsmanna var boðað til almenns stú-
dentafundar fimmtudaginn 14. nóvember, þar sem fjallað skyldi um
„íþróttamennt og ástundun háskólastúdenta". Páll Eiríksson stud.
med. reifaði dagskrárefnið. Samþykkt var ályktun á fundinum, þar
sem bent var á nauðsyn líkamsræktunar og stúdentar hvattir til
aukinna íþróttaæfinga.
3. 28. nóvember var haldinn almennur stúdentafundur um „Utan-
ríkispólitík háskólastúdenta". Jón E. Ragnarsson hafði framsögu. Á
fundi þessum var kosin nefnd til undirbúnings norrænnar formanna-
ráðstefnu, svo og önnur nefnd til undirbúnings stúdentaskipta við
vestur-þýzka stúdentasambandið.
4. í lok janúar var haldinn almennur stúdentafundur, þar sem
samþykktar voru breytingar á lögum Stúdentaráðs.
Hátíöahöldin 1. desember.
Formaður hátíðarnefndar var Hrafn Bragason. Dagurinn var helg-
aður efninu „Staða einstaklingsins í nútímaþjóðfélagi".
Dagskráin hófst með guðsþjónustu í kapellu Háskólans. Stud. theol.
Sigurður K. G. Sigurðsson prédikaði, en séra Þorsteinn Björnsson
þjónaði fyrir altari.
Kl. 14 setti formaður hátíðarnefndar hátíðina með ávarpi í hátíða-
sal Háskólans. Þar flutti síðan dr. Broddi Jóhannesson, skólastjóri,
aðalræðu dagsins, ræðu, er fjallaði um efni það, er dagurinn var
helgaður. Þá hlýddu viðstaddir á leik Musica Nova.
Kl. 19 hófst síðan sjálfur fullveldisfagnaðurinn, sem haldinn var
að Hótel Borg. Aðalræðu kvöldsins flutti Sigurður Líndal lögfræð-
ingur.
Aörir fagnaöir og samkomur.
Sumarfagnaður var haldinn að venju síðasta vetrardag og fór
hann fram að Hótel Borg. Sama dag sá ráðið um skemmtidagskrá
í Ríkisútvarpinu. Sérstök nefnd annaðist undirbúning dagskrárinnar,
en formaður hennar var Tryggvi Gíslason, stud. mag.
Efnt var til vetrarfagnaðar fyrsta vetrardag, en sama dag fór há-
skólahátíðin fram.
Áttadagsgleði, nýársfagnaður, var haldinn eins og tvö undanfarin
ár í anddyri Háskólabíós og þótti takast vel sem fyrr. Páll Kolka
læknir flutti ræðu kvöldsins.
Annan í jólum efndi Stúdentaráð til jólagleði fyrir börn stúdenta.
Fór hún fram á Gamla Garði og var fjölsótt og ánægjuleg.