Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 3
Afstaða foreldra til óskilgetinna barna. Eins og kunnugt er voru 1921 sett þrenn lög, er gera rnikla breytingu á svokölluðura sifjarétti, lög ura stofnun og slit hjúskapar og tvenn lög um afstöðu foreldra til barna, skilgetinna og óskilgetinna. 1 ár bættust við fjórðu lögin, lög um réttindi og skyldur hjóna. I 2. hefti tímarits þessa var gerð allítarleg grein fyr ir lögunum um afstöðu foreldra til skilgetinna barna. Lögin um afstöðu t'oreldra til óskilgetinna barna gera miklu róttækari breytingu á eldra skipulaginu en hjóna- bandsbarnalögin. Kemur því hér nokkur lýsing á aðal- dráttum utanhjónabandsbarnalaganna, sérstaklega á afstöðu föður til barns og barnsmóður. Afstaða hans til framfærslu- hreppsins kemur hins vegar ekki þessu máli við. Hun á heima í fátækralögunum. Samkvæmt 1. gr. utanhjónabandsbarnalaganna nr. 46/1921 eru þau börn óskilgetin, „sem hvorki fæð- ast í hjónabandi, né svo skömmum tíma eftir hjúskapar- slit, að þau geti verið getin í bjónabandiu. Eftir hjóna- bandsbarnalögunum, nr. 57/1921, 1. gr. eru hins vegar þau börn skilgetin „sem fæðast í hjónabandi eða eftir hjóna- bandsslit á þeim tíma, að þau geta verið getin í lijóna- bandinu“. Þó má samkv. 2.—7. gr. hjónabandsbarnalag- anna vefengja skilgetnað barns, sem fætt er og getið get- ur verið í hjónabandi, og telst barnið óskilgetið, ef vefeng- ingarmálið gengur vefengjanda í vil. Aður var hugtakið „óskilgetinn“ neikvætt, merkti öll börn, sem ekki töldust skilgetin. Var það livorttveggja í 12

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.