Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 8
182
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
sern beint áttust þar við, og að ekki hentaði, að skipa
öllum málefnum manna eingöngu eptir högum þeirra að-
ilja sem við áttust og þá því síður eptir högurn annars. Svo
fór og á þessu sviði.
Með danskri tilskipun frá 14. Okt. 1763, sem birt var
á Alþingi og lengi farið eftir hér á landi, er svo ákveðið
að bæði foreldri óskilgetins barns skuli standa. straum af
uppeldi þess, eða eins og tilskipunin orðar það, að faðir-
inn skuli til jafns við barnsmóður sína („lige med Mod-
eren“) kosta uppeldi barnsins og að minnsta kosti greiða
helming þurftarmeðgjafar. Hér er að þessu leyti horfið
frá því, að skoða barngetnað ósamgefinna skaðabótaskylt
verk af hendi karlmannsins. Jafnframt er gert ráð fyrir
því i tilskipuninni, að móðirin hafi barnið hjá sér og
annist uppeldi þess með styrk föðurins, enda er þetta
fyrirkomulag eðlilegast og affarasælast, livort heldur litið
er á hagsrnuni barnsins, móðurinnar (foreldranna) eða
almennings. í 79. gr. fátækralaganna nr. 44/1905 er téð
tilskipun og ýms yngri héraðlútandi ákvæði feld úr gildi,
en meginreglum tilskipunarinnar í þessu efni, þar á meðal
i'ramfærsluskyldu beggja foreldra, er þó haldið í lögunum.
En þó að bæði tilskipunin og fátækralögin heimiluðu, að
gera barnsföður hærra meðlag en helming framfærslu-
kostnaðar barnsins og móðurinni þá að sama skapi minna,
þá munu yfirvöldin þó oftast hafa skift kostnaðinum jafnt
milli foreldranna.
Og fram að gildistöku utanhjónabandst)arnalaganna
var engin heimild t.il að gei-a barnsföður (meðlagsskyldum)
neitt aukaframlag með barninu, þótt á unga aldri væri,
svo sem vegna sjúkdóms, né heldur til að styrkja það á
nokkurn hátt, eptir að það var koniið af ómagaaldri.
Þá var barnsmóður ekki heldur heimil önnur krafa
á hendur barnsföður (meðlagsskyldum) heldur en út af
barnsförunum, og er sú krafa í 13. gr. tatækralagana
nánar ákveðin: „að nrinsta kosti helmingur þess kostnaðar,
er af barnsförunum leiddi fyrir tiana“. En hér nrun oftast
hafa borið að sanra brunni, sem um barnsmeðgjöfina, að