Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 12
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
18(>
tækralögumnn hélt ekkjan því aðeins áfram að greiða
nieðlagið, að valdsmaður hefði sérstaklega kveðið svo á.
A u k a m e ð 1 a g s getur barnsmóðir og aðrir lögmælt-
ir framfærslumenn, þar á meðal framfærslusveit, krafist
af hendi barnsföður (meðlagsskylds) samkvæmt 22. gr. til
hjúkrunar og lækningar og greftrunar barnsins, sýkist
það eða andist á ómagaaldri. Lögin nefna þetta meðlag
„aukastyrku af hendi barnsföður, og verður barnsmóðir
vafalaust að taka þátt í hér um ræddum kostnaði með
barnsföður sínum. Þetta meðlag verður sennilega innheimt
á sama. liátt og aðalmeðlagið.
Varameðlags samkvæmt 23, gr. má ennfremur
krefja af hendi föður harnsins, ekki meðlagsskylds, eftir
að bai'nið er komið af ómagaaldri, reynist barnið „ófært,
vegna andlegra eða líkamlegra bresta eða annara ósjálf-
ráðra orsaka, til þess að hafa sjálft ofan af fyrir sér11-
1 19. gr. hjónabandsbarnalaganna er lík skylda lögð á
foreldrana gagnvart skilgetnum börnum. Þeir eiga „svo
sem þeir eru færir um (að) ala önn fyrir börnum sínum
16 ára og eldri og mega börnin ekki verða sveitarþurfar
meðan þau eiga foreldri á lífi, sem er þess umkomið að
annast þau“. Það sést á samanburði ákvæða þessara, að
framfærsluskylda föður óskilgetins barns er vægari en
framfærsluskylda foi'eldris á skilgetnu barni. Pyrst og
fremst ber föður óskilgetna barnsins því aðeins að fram-
færa barnið, að það sé „ófært til að hafa sjálft ofan af
fyrir séru. Honum ber. því ekki að framfæra vinnufært
barn sitt. Og þar næst heldur ekki, þó að barnið sé óvinnu-
fært, sé sjálfráðum ástæðum um aö kenna, megnum
drykkjuskap, ráðleysi o. s. f. Enn ber föður óskilgetna
barnsins ekki að annast barnið nema „af sinni hálfuu, og
það jafnvel því aðeins, að hann sé „aflögu fær að dómi
sveitarstjórnar í dvalarsveit sinniu. Orðin „af sinni hálfuu
ber sennilega að skilja svo, sem ekki, verði krafist meira
en helmings (þurftar)framlærslu af hendi föður. Og „af-