Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 24
198
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
skurðað meðlag megi hækka eða iækka ef hagur aðilja
breytist. Orðið „aðiljau ber eflaust að skilja sem fleirtölu-
eða tvítöluorð, eiga jafnt við móður sem föður. Þótt barns-
föður sjálfum sé skylt að greiða hehning meðlags eða
meira með barninu enda þótt móðirin sé fær um að ann-
ast framfærslu og uppeldi þess ein, þá horfir málinu
öðruvísi við þegar framfærslusveit verður að taka við
framfærslunni af föðurnum. Þegar hagur aðilja er orðinn
svo breyttur, er það sjálfsögð skylda dvalarsveitar að
rannsaka hag barnsmóður nákvæmlega áður en hún fær
meðlagið greitt. Því að þótt hið úrskurðaða meðlag sé
ekki hærra en meðalmeðlag þar sem barnið dvelur, þá á
það að réttu lagi ekki að vera mælikvarðinn fyrir því,
hverju barnsmóðir á heimtingu á, því að meðlag af fram-
færslusveit barnsföður á hún ekki að fá' greitt nema hún
sé ekki fær um að framfæra barnið sjálf. Þegar fram-
færslusveit barnsföður á að hafa skyldur gagnvart barni
hans einnig eftir að faðirinn er dáinn eða alfarinn af landi
burt, þá á hún að hafa íhlutunarrétt uin það, að barns-
móðirin leggi það fram, sem hún megnar til framfærslu
barninu. Og sannist það, að dvalarsveit rnóður hafl að
nauðsynjalausu greitt úrskurðað meðlag, ætti sveitin ekki
að liafa endurgreiðslurétt á meðlagsuppliæðinni hjá fram-
færslusveit barnsföður. Það er óefað, að dvaiarsveitir barns-
mæðra verða að vera betur á verði hér eftir en liingað
til um útborgun til þeirra og láta þær gefa sem ítarleg-
astar skýrslur um hvar barnsfaðir er niðurkominn og hvort
hann er lífs eða liðinn, auk rannsóknar um liag barns-
móður eftir því sem verða má.
Framfærslusveit barnsföður, sem er látinn, horflnn eða
farinn af landi burt, liefir einkar óhæga aðstöðu gagnvart
barnsmóður hans og barni. Hún er öll önnur en gagnvart
ekkju, sem þarf styrks með til framfærslu börnuin sínum
og látins manns hennar. Ekkjan verður að hlíta ráðstöt'un
sveitarinnar bæði vegna sín sjálfs og barnanna. Með henni
getur framfærslusveitin haft stöðugt eftiriit. Framfærslu-
sveit barnsföður hefir aftur á móti engan ráðstöfunarrétt