Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 41
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
215
g a g n v a r t i ð n h r i n g u m o g s a m s t e y p u m (kartel-
ler og truster). Málshefjandi var dr. T li v. A a r u m pró-
fessor við Kristjaníuháskóla. Taldi hann nauðsynlegt, að
ríkið hefði állviðtæk afskifti af slíkum samtökum meðal
atvinnurekenda, er miðuðu að því að koma á einokun í
einhverri grein. í Bandaríkjum Norður-Ameríku hafa fyr-
ir löngu verið sett lög um „trusta“ og bæði í Danmörku,
Noregi og Svíþjóð hafa verið til umræðu frumvörp um
eftirlit með slíkum fyrirtækjum. Aðgerðir ríkisvaldsins
gagnvart hringunum geta verið með ýmsu móti, svo sem
lögboð um, að stofnun og starfræksla þeirra sé birt al-
menningi, bann gegn vissum starfsaðferðum, umbætur á
félaga- og skattalöggjöfinni, ennfremur tollbreytingar og
loks þjóðnýting, ef um algerða einokun er að ræða. Síð-
ustu leiðina taldi hann samt ekki færa nema í einstökum
tilfellum. Aftur á móti liallaðist hann að því, að verðlag
og ágóði slíkra fyrirtækja væri takmarkað með íhlutun
hins opinbera, ekki þó með hámarksverði, heldur þannig
að ágóðinn mætti vera því meíri í samanburði við það
fé, sem lagt hefði verið í fyrirtækið, sem verðið væri
lægra, svo að það væri í eigin hag fyrirtækisins að leit-
ast við að liafa verðið sem lægst, en því meiri sölu.
Flestir sem þátt tóku í umræðunum, tóku í þann streng,
að eftirlit af liálfu hins opinbera væri nauðsynlegt með
slíkum fyrirtækjum, en um það greindi menn á, hvernig
þvi skyldi haga, og ekki fékk uppástunga málshefjanda
um takmörkun á ágóða og verði mikinn byr.
Annað umræðuefnið var s æ n s k a a t v i n n u 1 e y s i s-
p ó 1 i t í k i n á k r e p p u á r u n u m. Málshefjandi var 011 o
.Járte skrifstofustjóri í Stokkhólmi. I Svíþjóð hefir verið
fyigt' öðrum meginreglum í þeim efnum heldur en ann-
arsstaðar á Norðurlöndum og hefir þótt gefast vel. Gagn-
stætt því sem t. d. hefir átt sér stað í Danmörku, þar
sem aðaláherslan hefir verið lögð á atvinnuleysistryggingu,
að tryggja mönnum styrk eða dagkaup, ef atvinnuleysi
verður í einhverrí grein, þá liefir í Svíþjóð aðaláherslan
verið lögð á að veita mönnum vinnu. Hefir í því skyni