Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 42
216 Tíinarit lögfræðinga og hagfræðinga. verið sett á stofn clýrtíðarvinna bæði af ríkinu og sveit- arfélögum með ríkisins lijálp. Kaup fyrir vinnu þessa hef- ir verið lægra heldur en á hinum frjálsa vinnumarkaði til þess að draga ekki vinnukraftinn frá atvinnulífinu og gera þannig dýrtíðarvinnuna viðvarandi. Vinnan hefir ver- ið framkvæmd mest uppi í sveitum, við skógarruðning og ræktunarfyrirtæki, og hafa menn ekki getað háfnað henni og krafist í hennar stað vinnu í sinni grein þar sem þeir eru búsettir. Þriðja Umræðuefnið var ósararæmi ð m i 11 i s t ö ð u h 1 u t a f é 1 a g a n n a í þ j ó ð f é 1 a g i n u o g r é 11 a r- stöðu þeirra. Málshefjandi var dr. L. V. Birck pró- fessor við Kaupmannahafnarháskóla. Sagði hann, að rétt- arskipunin fylgdist ekki með breytingum þjóðbúskaparins, heldur drægist hún altaf aftur úr. Svo væri um hlutafélög- in, að löggjöfin hefði ekki komið auga á ]jær breytingar, sem þau hefðu tekið. Prá því að vera aðeins einkaat- vinnufyrirtæki, væru lilutafélögin fyrir rás viðburðanna orðin að nokkurskonar opinberum stofnunum og væru mörg þeirra jafnumfangsmikil og þýðingarmikil eins og t. d. sveitarfélögin. Þau hafa því miklar skyldur við þjóð- félagið og er ineira um vert að þær séu vel ræktar, lield- ur en að hluthöfunum sé trygður sem mestur arður, því að hluthafarnir eru í rauninni liættir að vera hluttakend- ui' í framleiðslunni og eru bara orðnir lánveitendur. Við sölu hlutabréfanna manna á milli losnar samband hlutháf- anna við sjálf atvinnufyrirtækin og áhuginn fyrir því, að þau leysi af liendi gott verk og þjóðnýtilegt dofnar lijá þeim, en snýst allur að því að fá sem mestan ársarð og geta selt hlutabréfin með sem hæstu gengi. Hin eiginlegu yfirráð yfir starfsemi hlutafélaganna komast þannig oft í hendur fárra manna, sem ekki eiga nema nokkurn liluta af fjármagninu, og stundum nær slík klíka yfirráðum í mörgum félögum og þar með forustu atvinnulífsins og get- ur þannig orðið voldugri en sjálft ríkisvaldið og beitt því valdi einungis til eigin hagsmuna. Gagnvart þessum breyttu aðstæðum er löggjöfin um hlutafélögin ófullnægjandi. Eins

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.