Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 7
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. 181 lega fá eiðinn, er konan væri ekki eiðgeng, og svo eptir- atvikum er líkur stæðu gegn líkum. Um eiðstafinn mælir 16. gr. svo fyrir, að „einskorða“ skuli í honum „tímabil það, er eiðurinn tekur til“. Ein af aðalskýrslum þeim, sem dómari á að afia í barnsfað- ernismálum, er skýrsla læknis eða ljósmóður um það, livort barnið hafi veiáð fullburða, eða hve mikið hafi vantað á að svo væri. Falli málið út til eiðs, verður að ákveða getnaðartíma barnsins með ákveðnum upphafs- og loka- degi, eptir þeirri skýrslu. En nú eru menn ekki á eitt sáttir um það, hve langur eða skaminur meðgöngutími konu er að barni, sem f;:eðist lifandi. Nokkrir telja hann 300—200 daga, aðrir jafnvel 316—180 daga. Hér á landi mun meðgöngutími að fullburða barni oftast hafa verið talinn um 280 dagar. Verður dómarinn því, með hliðsjón af ástandi barnsins, að ákveða getnaðartíma þess heldur vei en vart. Sé fuilburða barn t. d. fætt 31. Des. 1922 mundi mega ákveða getnaðartíma þess frá 15. Febr.—5. Apríl sama árs. Væri konunni þá stýlaður eiðurinn þannig, að hún særi, að hún hefði haft samfarir við karlinanninn á þeim tíma, en karlmanninum svo, að iiann liefði þá ekki haft samfarir við hana. Með þessu er öllu mati létt af eið- vinnanda. Hann ber og sver aðeins um staðreynd. Og það gerir eiðinn auðvitað ábyggilegri. Framfærlsa óskilgetins harns livíldi liér á landi upprunalega á barnsföður og ætt hans, en hvorki á barns- móður né ætt hennar, Grágás I. b. 23 og II. 107,135, enda var legorð — og þá ekki síður barneign með óskilfenginni móður — þá talið afbrot gegn ætt barnsmóður, er bæta varð fyrir. Og samkvæmt Jónsbók virðist lík regla liafa gilt, sbr. Mannhelgi 30 og Kvennagiptingar 23 og 28. A þeim tímum gætti réttinda einstaklinga miklu meira en réttinda almennings, og óbrotin endurgjaldskenning réöi þá mestu um bætur og önnur viðurlög fyrir brot manna. En eptir því sem tímar liðu fram, fóru menn smátt og smátt að sjá, að ýms atvik i lífinu komu við fleiri en þá,

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.