Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 11
Tímarit lögfræðinga og liagfræðinga. 185 með barn, getur hún þá þegar krafist feðrunar þess, 6. gr., og verði það feðrað, þá má krefjast meðlags af hendi mannsins, áður en barnið fæðist, 3. mgr. 24. gr. Pæðist barnið andvana, fellur meðlagsskylda niður. Sama og um barnföður gildir að þessu leyti um þann mann, sem, að Vísu ekki verður talinn faðir barns- ins, en dæmdur hefir verið til að gefa með því samkv. 19. gr., af því að fieiri hafa haft samfarir við barnsmóð- ur á barngæfum tíma. Innheimta meðlagsins er með líku móti og áður, bæði að barnsföður (meðlagsskyldum) lifandi og látnum. Þó er sú breyting orðin á, að framlag dvalarsveitar móð- ur á barnsmeðlagi i'öður telst aldrei sveitarstyrkur til handa barnsmóður, svo sem verða mátti eptir. 9. gr. fá- tækralagana, lreldur telst það nú ætíð sveitarstyrkur til handa barnsföður, 3. mgr. 26. gr. Sé gengið eftir meðlagi í dánarbúi barnsföður (með- lagsskylds) gætir nú nokkurra nýmæla. Skiftaráðandi á í embættisnafni að segja til meðlagskröfu í búinu, viti hann að andláti hafi látið eftir sig framfærsluskylt, óskilgetið barn. Þessi skylda hvílir sennilega á skiftaráðanda, þó að skiftaforstjóri eða erfingjar fari með búið í hans stað. Og ef til vill flytst hún líka yfir á þá. — Léti andláti eftir sig ekkju, mátti, samkvæmt 8. gr. fátækralaganna, ekki leggja fram fé úr búinu með öðrum börnum andláta en þeim, sem fædd voru fyrir giftingu hans og ekkju hans, og vorn „hórbörnu hans þannig svift meðlagi þaðan. Þessi takmörkun er feld úr 25. gr. utanhjónabandsbarnalaganna í samræmi við ákvæði 2. gr., og eru svokölluð hórbörn því einnig að þessu leyti jafnréttgeng öðrunr óskilgetnunr börnum. — Enn má geta þess, að sitji ekkja barnsföður í óskiftu búi eftir mann sinn, þá heldur hún áfrarn að greiða barnsmeðlag látins manns síns á sama hátt og hann gerði, nema valdsmaður hafi með rökstuddum úrskurði lækkað meðlagið eða felt það alveg niður, en eftir fá-

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.