Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Síða 44
218
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
hæð, ætti hann að greiða mjög stighækkandi skatt, en
lægri af því sem hann legðí fyrir. Jafnframt ætti að leggja
þyngri skatt á þann hluta af ágóða atvinnufyrirtækja, sem
greiddur væri hluthöfum heldur en þann sem lagður væri
í sjóð.
I umræðunum á eftir var bent á ýms tormerki á slík-
um neyslutekjuskatti, sem málshefjandi gerðist talsmaður
fyrir, en allir voru sannnála um, að nauðsynlegt væri að
gæta varhuga við því, að skattálögurnar drægju mjög úr
fésöfnuninni.
Siðasta umræðuefnið var um s t ö ð u b a n k a n n a
í þ j ó ð b ú s k a p n u m o g h v e r s u v í ð t æ k t e f t i r-
1 i t o g í h v e r r i m y n d h i ð o p i n b e r a æ 11 i a ð
lial'a með bankastarfseminni. Málshefjandi var
Karl Rascli bankastjóri í Kristjaníu. Sagði hann, að
skilyrðið fyrir því, að hið opinbera gæti haft et'tiriit með
bankastarfseminni væri það, að löggjöfln setti sérstakar
skorður fyrir stofnun bankanna, fyrirkomulagi þeirra og
starfsemi. Rakti hann það mál rækilega aðallega á grund-
velli frumvarps um hlutafélagabanka, sem nú er á döfinni
í Noregi. Er þar gert ráð fyrir, að liið opinbera hafi raun-
verulegt eftirlit með bankastarfseminni, því að bankaeft-
irlitsstofnunin á ekki einungis að rannsaka reikninga bank-
anna og önriur skilríki, sem henni eru send, heldur á hún
líka að framkvæma rannsóknir í bankanum sjálfum á á-
standi hans og starfsemi. Bæði málshefjandi og síðari
ræðumenn voru sammála um, að bankalögumun og banka-
eftiiiitinu bæri að haga þannig, að bankarnir fengju að
halda eðlilegu athafnafrelsi og að forðast bæri að valdið
yflr bankastarl'seminni flyttist frá bankastjórunum, sem á-
byrgðina bera, yfir á opinbera eftirlitsstofnun, sem ekki
gæti verið fær um að taka það á sig.
Ráðgert er að næsta hagfræðingamót Norðurlanda
verði haldið í Kaupmannahöfn árið 1926.