Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 13
Tímarit lögfræðinga og hagfrasðinga. 187 lögufær“ getur maður þvú að eins heitið, að liann liafi afgang sæmilegs framfæris sér og skylduliði sínu til handa, konu, börnum á ómagaaldri og hjúum. Framfærslusveit barnsins mundi sennilega að jafnaði krefja meðlags þessa, en móðirin, sem ríkari skylda hvílir á í þessu efni sam- kvæmt 17. gr. utanhjónabandsbarnalaganna, mundi og geta það. Framfærsluskylda óskilgetins barns á föður er að þessu leyti söm og hans á því. 25. og 2b. gr. verða ekki notaðar til innheimtu meðlags samkv. 23. gr. Auk þess, sem miklu þyngri skyldur hvíla nú á barns- föður en áður barnsins vegna, þá hafa skyldur hans gagn- vart m ó ð u r barnsins verið auknar að tnjög miklum mun. Samkvæmt 13. gr. fátækralaganna, sem rekja má a. m. k. til 30. kap. Mannh. Jb., gat óskilfengin móðir að vísu krafist að minnsta kosti helmings barnsfarakostn- aðar af barnsföður sínum, en hún átti þá heldur ekki frekari kröfur á hendar honum. Þessari kröfuheimild er haldið í 1. mgr. 29. gr., en við bætt í 2. mgr. hsimild til þess að krefjast eigi aðeins alls barnsfarakostnaðar af liendi barnsföður, heldur og alls kosnaðar við framfærslu og hjúkrun barnsmóður vegna meðgöngunnar og barnsburðarins, hafi hann orðið sannur að því við réttarransókn, að hafa komið fram barngæf- um samförum við konuna gegn eða án vilja hennar. En auk barnsfarakostnaðarins og nýnefndrar lítt raun- tæku heimildar, getur móðir óskilgetins barns heimtað af barnsföður sínum (meðlagsskyldum) framfærslustyrk sér til handa næstu 6 vikur fyrir og næstu (> vikur eftir barnsburðinn. Eins og áður greinir, getur kona, sem gengið hefir með óskilgetið barn lengur en 6 mánuði, höfðað barnsfaðernismál fyrir fæðingu barnsins gegn þeim, sem hún kennir það. Lánist henni að feðra barnið eða þó að ekki sé meira en að sanna samfarir á karlmanninn á barngæfum tíma, þá getur hún og heimtað fi-amfærslu- styrkinn fyrir fyrri 6 vikurnar greiddar sér fyrir fæðingu barnsins. 3. mgr. 29. gr. Pramfærslustyrkinn á að ákveða

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.