Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 14
188 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. eftir högum beggja, aðallega þörf krefjanda og getu greiðanda. Venjulega úrskurðar valdsmaður greiðanda greiðslur af hans hendi. En barnsmóður til hægðarauka k er ákveðið, að valdsmaður, þar er konan dvelur, úrskurði styrkinn og jafnframt svo fyrirmælt, henni til trausts og halds, að fyrirfram gerður samningur um hér umræddan styrk sé ógildur. Styrkurinn er gjaldkræfur þegar er valds- maður hefir úrskurðað hann. Og liggur sennilega í því, að ekki þurfi að birta barnsföður úrskurðinn, áður en krafist er greiöslu styrksins af dvalarsveit. Styrkurinn er jafnkræfur af dvalarsveit, hvort sem barnsfaðir er lífs eða liðinn, og framfærsluhreppur barnsföður því skyldur að endurgreiða dvalarsveit styrkinn hvort hoidur er. Hér umræddan styrk getur konan heimtað, hvort sem hún er heilbrigð eða óhejlbrigð. En sýkist hún, livort heldur út al' meðgöngunni eða barnsförunum, þá getur hún heimtað bæði aukaframfærslu og hjúkrunarstyrk sér til handa af barnsföður sínum (meðlagsskyldum) sam- kvæmt 30. gr. i Sýkist kona, sem hefir verið með barni 6 mánuði, vegna meðgöngunnar og sé lengur frá verki en 2 vikur og sé skorið úr um faðerni fóstursins eða a. m. k. um meðlagsskyldu karlmannsins, getur hun lieimtað, að valds- maður hennar úrskurði karlmanninum að greiða sér mán- aðarlega fyrirfram hjúkrunar og aukaframfærslu þangað til hún verður léttari, þó að frádregnum þeim framfærslu- styrk, er henni kynni áður að hafa verið úrskurðaður til fæðingar barnsins. Og sýkist konan al' barnsförunum og sé lengur frá verki en títt er um sængurkonur eða sýkist hún eftir sængurleguna, hvort heldur út af meðgöngunni eða barns- burðinum, og sé lengur frá verki en 2 vikur, þá getur hún ennfremur krafist úrskurðar valdsmanns síns fyrir hjúkrunar- og aukaframfærslukostnaði af liendi barns- föður (meðlagsskylds), meðan hún er veik, þó ekki fyrir lengri tíma en 6 mánuði eftir barnsburð og að frádreginni I

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.