Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 29
Norrænu samningalögin.
Neí'nd sú, sem Danir, Norðmenn og Svíar skipuðu,
til þess að vinna að samræmi í kröfuréttarlöggjöf sinni,
kom á árunum 1913 og 1914 fram með frumvörp til laga
um samninga og aðra löggjörninga í fjármálaréttinum.
Prumvörp þessi voru lögtekin hvert í sínu landi, hið
sænska 1915, hið danska 1917 og hið norska 1918. Norð-
menn gáfu lögunum annað heiti en nefndin, og heita norsku
lögin: lög um samningsgjörð, mnboð og ógildar vilja-yfir-
lýsingar (lov om avslutning av avtaler, om fuldmagt og
orn ugyldige viljés-erklæringer). Á það nafn betur við efni
laganna en annars er enginn verulegur efnismunur á þess-
um þremur lögum.
Eins og heiti norsku laganna bendir til, fjalla lögin
aðallega um þessi þrjú ati’iði, samnirigsgjörð, umboð og ó-
gildar vilja-yfirlýsingar. Þau eru í 4 kapítulum og eru 3
liinir fyrstu hver um sitt þessara atriða. I 4. kapítulanum
eru nokkur almenn ákvæði. Astæðurnar til þess, að þessi
þrjú ati-iði ein, voru tekin til meðferðar, voru nokkuð nris-
munandi. Pyrstu tvö atriðin, um samningsgjörð og umboð,
máttu heita að vera alveg ólögákveðin. Hinsvegar voru
til nokkuð fastar venjureglur um þau. Vildi nefndin lög-
festa suinar þær reglur. Pyrstu tveir kapítular laganna
eru því lítið annað en lögfesting á reglum, er áður voru
taldar gilda án lieimildar í lögum, en fá nýrnæli eru í
þeirn. Um þriðja kapítulann, ákvæðin um ógildar vilja-
yfirlýsingar, er nokkuð öðru máli að gegna. Lagaákvæði
Norðurlandaþjóðanna um þau efni voru flest gömul, sett
þegar réttarhugmyndir manna og þjóðfélagshættir voru allt
aðrir en nú. Það hafði sýnt sig að þau fullnægðu ekki