Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 16
190
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
vottfast. Jafnhliða þannig lagaðri faðernisjátningu setjalögin
óslitna sambúð foreldra frá þvi 10 (þrítugnættum) mánuð-
um fyrir fæðingu barnsins þangað til 3 árum eftir liana.
Sama gildir, hafi maður beint verið dæmdur faðir
óskilgetins barns eftir 14. gr. Hins vegar nægir það ekki
til erfðaréttar (óskilgerðs og óþinglýsts) óskilgetins barns
eftir föður og föðurfrændur og þeirra eftir það, að móð-
irin hafl svarið barnið á karlmanninn eða hann ekki unn-
ið honum stýlaðan synjunareið.
Erfðaréttur óskiigetins barns eftir föður og l'öður-
frændur verður sem skilgetins barns. hað verður lög-
erfingi þeirra og skylduerfingi föður og föður-forfeðra og
formæðra.
Um erfðarétt barns eftir móður og móðurfrændur og
hennar og þeirra eftir barnið fer, hér eftir sern liingað
til, eins og um erfðarétt skilgetinna barna og ættingja
þeirra, að þvi viðbættu, að enginn munur er hórgetinna
og annara óskilgetinna barna.
Nú eru raktar helstu lögfylgjur barngæfra utanhjóna-
bandssamfara karls og konu, þeirra í rnilli og gagnvart
barninu. Skal þó enn getið tveggja atvika, sem áhrif liafa
sérstaklega á afstöðu föður til barnsins, en það er skil-
gerð (legitimation) og þinglýsing, enda þótt hvorugt skifti
nú jafnmiklu máli og áður, meðan óskilgetin börn erfðu
ekki föður og föðurfrændur né þeir það.
Skilgerð merldr gerð þá, er setur óskilgetið barn
að lögum á bekk með skilgetnu barni gagnvart föður
þess. Þó sést það á 2. lið 40. gr. utanhjónabandsbarna-
laganna að (þarumræddri) skilgerð fylgja ekki öll réttindi
skilgetnaðar. Skilgerð fer nú fram með tvennu móti, með
eftirfarandi hjónabandi foreldranna, 37. gr. og með úr-
skurði Stjórnarráðsins, 38. gr. Til fyrnefndu skilgerðar-
innar þarf auðvitað atbeina b'3ggja foreldra, en til hinn-
ar síðarnefndu eimmgis umsókn föður og samþykki barns-
ins eða lögráðamanns þe s. Það er skilyrði fyrir hvorri
skilgerðinni sem er, að telja megi barnið ávöxt af utan-