Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 30
204
Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga.
þörfum nútímans og að dómstólarnir höfðu eigi getað bætt
úr göllum þeirra, með skýringum sínum á þeim. Hér var
því þörf á lagabreytingu. Prjálsa samkeppni og samnings-
frelsi má misbrúka, einkanlega með þeim hætti að sá sem
má sín meira gangi á hluta þess sem minni máttar er.
Meðan að frjáls samkeppni var talin æðsta boðorðið í við-
skiftalífinu, skifti löggjöfin sér sem minst hún gat af slíkri
misbeitingu samningsfrelsisins. En nú éru skoðanir mánna
um þessi efni breyttar orðnar. Frjálsa samkeppnin er ekki
lengur órjúfanlegt boðorð. Nú játa allir að henni verði að
setja vissar skorður, og ákvæðin um ógildi lofoí'ða og ann-
ara vilja-yfirlýsinga eru eitt af því, er bæta á úr annmörk-
um þeim er sanmingsfrelsinu fylgja. Merkilegust-u nýmæl-
in í lögunum eru því i þessum kapítuia þeirra.
Þessar eru ástæðurnar sem lágu til setningar þessara
laga. Sömu ástæðurnar gilda liér hjá oss og það jafnvel
enn frekar en hjá frændþjóðum vorum. Hjá okkur eru
reglurnar um samningsgjöi'ð og umboð því nær alveg ó-
lögákveðnar, en sá er munurinn, að þar sem hinar þjóð-
irnar eiga ríka og fjölbreytta dómvenju og viðskiftavenju
um þessi atriði, er alt slíkt mjög fáskrúðugt hjá oss og
verður jafnan hér í fámenninu. Er þó mikilsvert að regl-
urnar séu sem skýrastar um bæði þessi atriði. Um ógildi
vilja-yfirlýsinga erurn vér enn ver settir en þeir, því svo
úrelt og ófullkomin sem löggjöf þeirra er um þau atriði,
þá er vor löggjöf enn ófullkomnari. Um sum atriði þess
efnis vantar okkur því nær alveg ákvæði, svo sem um
ógildi loforðs er móttakandi loforðsins misbeitir betri að-
stöðu sinni til þess að ganga á hluta loforðgjafans, sem
ver er settur. Á slíkum ákvæðum hefir lengi verið þörf
hér lijá oss og þeirra er náttúrlega ekki síst þörf á þeim
krepputímum er nú standa yfir, því aldrei er hættara við
slíku misferli en þegar svo stendur á. Það mundi vera tU
stórra bóta í rétti vorum ef lög yrðu sett um þessi efni
og við getum þar varla fengið betri fyrirmynd en þess
norrænu lög. Þessvegna vil eg skýra hér í stuttu má frá
aðalefni þeirra í þeirri von að það gæti orðið til þess að