Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 10
184 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. fer um framfærslu og uppeldi þess eftir högum móður. Þó má framfærsla og uppeldi barnsins, hversu sem hög- um foreldra eða móður er háttað, aldrei vera lakara en alment gerist, enda skólanefndum og fræðslunefndum falið að hafa eftirlit með því, að óskilgetin börn innan um- dæma þeirra séu vel uppalin. Kemur þá að því, hversu ákveða skuli meðlagsupp- hæðina. Má það gera annaðhvoi’t með samningi milli með- lagski’efjanda og meðlagsgreiðanda eða þá með úrskurði valdsmanns. Sé fyrri leiðin valin, fer urn meðlagsupphæð- ina eftir því sem umsemst með aðiljum, en þó gildir sanm- ingui’inn, sem gera nxá bæði eftir og undan fæðingu barns- ins, því að eins, að liann sé skriflegur og vottfastur og auk þess staðfestur af valdsmanni barnsmóður, þar sem hún á heinxa eða dvelur, 20. gr. Vei'ði ekki af samningi nxilli aðilja, verður meðlagskrefjandi að leita úrskurðar valdsmanns meðlagsgreiðanda. Og valdsmaður ákveður þá meðlagið, sé barnið feðrað og annað foreldrið betur statt en hitt, aðallega eftir högum þess betur stadda, sé bæði foreldrin áviðlíka stödd, eftir liögum beggja, en sé barnið ófeðrað, eftir högum móður. Ætti efnanxaður og fá- tæk stúlka t. d. hlut að máli, mundi uppeldiskostnaður barnsins vei’ða miðaður við kjör mannsins, og honuxxx þar að auki gei’t að leggja fram svo mikið af þeim kostnaði, sem munui’inn væri mikill á efnahag hans og öðrunx kjör- um annars vegar og stúlkunnar hins vegar. Sinn helming- ui’inn íxxundi því að eins verða gerður hvoru, að allar aðstæður væru jafnar beggja meginn. — Megi telja það sannað við réttan’annsókn, að kai’lmaður hafi haft bai’n- gæfar samfai’ir við konu „án vilja móður eða að óvilja hennar“, hafl hamx nauðgað konunixi eða notað lxaixa t. d. meðvitnndarlausa, þá er lionum skylt að kosta íTamfærslu og uppeldi barnsins að öllu leyti, 2. mgr. 21. gr. Meðlagið greiðist fyrir fram fyrir hálft ár í senn, 1. xngr. 24. gr. Meðlags er venjulega ki’afist eftir fæðingu barns. En hafi kona, að vitni læknis eða ijósnxóður gengið 6 mánuði

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.