Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 25
Tímaiit lögfræðinga og hagfræðinga.
199
yfir barnsmóður og barni hennar. Móðirin ræður verustað
sínum og barnsins. Það er á hennar valdi að miklu leyti
hversu liá meðgjöf er með barninu ef hún kemur því fyr-
ir, og ef hún hefir það hjá sér er meðgjöfin miðuð við
hvað meðalmeðlag er í þeirri sveit þar sem hún og barn-
ið dvelur. En þetta getur skift framfærslusveit barnsföður
afarmiklu, þar sem barnsmóðirin sökum bágra ástæðna
ol'tast mun þykja eiga rétt til meðlags af hálfu framfærslu-
sveitar barnsföður og þá meðalmeðlags af háll'u barnsfeðra
þar sem barnið dvelur. Nú dveiur barnsmóðir með barni
sínu t. d. í Norður-ísal'jarðarsýslu en framfærslusveit
barnsföður er í Skagafjarðarsýslu. Meðalmeðlag barnsfeðra
í Norður-ísafjarðarsýslu með barni til fullra 5 ára er 400
kr. á ári en í Skagafjarðarsýslu 120 kr. Eitt lausaleiks-
barn, sem framfærist í N.-Isafjs. kostar þannig skagfirska
framfærslusveit 31/;, barnfúlgu þeirra barna, sem alast upp
þar innan sýslu. Skagfirðingar væru jafn vel settir með
að taka kvennmanninn heim til sín með 10 börnum, sem
þeir ættu að framfæra af föðurins hálfu, og að gjalda með-
lag með 3 vestur í lsafjarðarsýslu. Eins og sjá má af þessu
dæmi, getur einn lausingi, sem lætur eftir sig 2—3 börn,
er hafa dvalarstað þar sem barnsmóður þóknast, komið
allvel stæðu hreppstelagi í mikla þröng og ef um lítinn
eða fátækan hrepp er að ræða, getur hánn algerlega kom-
ist á kaldan klaka, með því að verða að svara barnsfúlg-
um út í þúsundum króna. Annars er varhugavert ósam-
ræmi milli sýslna innbyrðis um meðal-meðlag. Mismunur-
inn er svo mikill, að hann getur ekki stuðst við hvað
sómasamlegt barnsframfæri kostar á hvorum staðnum fyr-
ir sig. í Skagafjarðarsýslu er meðal-meðlag t. d. 120 kr.
til 5 ára aldurs, 90 kr. til 10 ára og 60 kr. til 14 ára
aldurs. Ekki talin neins meðlags þörf venjulega á aldrin-
um 14—16 ára. í Austur-Húnavatnssýslu er meðal-meðlag
aftur 350 kr. til 4 ára, 250 til 10 ára og frá 11 til 16 ára
aldurs 200 kr. Það mun allra kunnugra manna mál, að
meðal-meðlag í þessum sýslum báðum ætti að réttu lagi
að vera eitt og hið sama. Enda hefir svp verið lengstum,