Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga - 01.12.1923, Blaðsíða 6
180 Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga. skyldum gegn barni og barnsmóður, með því að sverja fyrir það, að hann hefði haft, samfarir við barnsmóðurina „á þeim tíma, að hann gæti verið faðir að barni hennar“. Synjunareiður, sem að jafnaði er heimilaður gegn líkum gagnaðilja og eiðvinnandi hefir hag eða óha,g af, eftir því hvort hann vinnur eiðinn eða ekki, er mjög varhugavert sönnunargagn. Þetta átti ekki síst við eið í barnsfaðernis- málum, meðan eiðurinn var stýlaður eins og að ofan segir, enda mun fæstum hafa verið nægilega kunnugt um með- göngutíma kvenna, einkum er barn var ekki fullburða. Ur livorumtveggja þessara ágalla, of víðtækri eiðsheim- ild karlmannsins og óskýrleik eiðsstafsins á 15., sbr. 14. gr., og 16. gr. utanhjónabandsbarnalaganna að bæta. Aöur var karlmanni, sem kvennmaður lýsti barnsföður, gerður synjunareiður, þó að áburður konunnar væri alveg líka- laus og jafnvel þótt, nokkrar líkur væri rnóti henni. Þetta kom að visu ekki heim við lagaheimildina, N. L. 6. 13.5, sem, samkvæmt, eldri og yngri skoðun manna á helgi eiðsins, virðist hafa ætlast til þess að eiður væri ekki lagður á karlmanninn án allra líka <af hendi kvennmanns- ins, sbr. orðin: „og hun kan hannem det ej overbevise“. En þetta hefir fa-rið svo í framkvæmdinni, að karlmanninum hefir að öllum jafnaði verið gerður eiðurinn. Þessari dóm- venju á 15. gr. að breyta, þann veg, að sýkna ber mann- inn, bresti konuna allar líkur fyrir áburði sínurn. Styðjist áburður konunnar aptur á móti við nokkrar líkur — og þar er meðalliófið vitanlega allvandratað, svo sem um önnur álitaatriði — þá fellur málið út til eiðs. Dómarinn á, að svo vöxnu nráli, að gera þeirn aðjlja eiðinn, „er ætla má að lrafl réttari málstað og trúverðari þykir“' Auðkendu orðin mundi eiga að skilja svo, að lcona, sem lrefði leitt nokkrar líkur að áburði sínunr, fengi að jafnaði að stað- festa framburð sinn með eiði, væri hún eiðgeng — lík- urnar mundu gera hana „trúverðari“ og málstaðinn „rétt- ari“. Enda kæmi það best heim við tilgang laganna, og í sjálfu sér óvarlrugaverðara, að leyfa nranni eið, semlreflr líkurnar með sér (fyllingareið), heldur en manni, sem liefir þær nróti sér (synjunareið). Karlmaðurinn nrundi þá aðal-

x

Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga og hagfræðinga
https://timarit.is/publication/589

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.