Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 15
11
fóðurs, en miklu er hann smávaxnari en á suðurlandi.
Melurinn er ágætt fóðurgras, en það var mjer sagt á
Fjöllunum, að fjenaður fengi einskonar beinasjúkdóm ef
hann lifði við einn saman mel. Þessum sjúkdómi er svo
varið, að ofvöxtur kemur í beinin, einkum í fótunum;
fylgir því máttleysi mikið. Þessi sjúkdómur sýnist vera
nokkuð líkur beinasjúkdómi þeim, sem stundum hefur
komið í fjenað, þá er eldfjallaaska hefur fallið og sezt
á grasið. Einkum kvað mikið að þeirri sýki í Skapta-
fellssýslu eptir Skaptárgosið 1783. Þessi beinasýki, er
melgrasinu er kend, kemur að vísu sjaldan fyrir, því
að það er eigi opt, að fjenaður lifi við mel eingöngu.
Melur er allmikið hafður til fóðurs sumstaðar á suður-
landi, en aldrei hef eg heyrt þess getið, að hann valdi
þar neinum sjúkdómi. Má vera að það sje af því, að
þar lifi fjenaður aldrei við mel eingöngu, því að það
segja Fjallamenn, að engri skepnu verði meint afmeln-
um, ef hún hafi annað fóður með. Það er eigi auðið
að segja hvað því veldur, að melurinn hefur þessi áhrif,
því að til þess þyrfti miklar og margháttaðar rannsóknir.
Það er eigi alsendis ólíklegt, að það kunni að valda
þessu, að meira sje af fosfóri í melnum en góðu hófi
gegni. Það má og vcl vera. að þessi ætlun Fjallamanna
um melinn sje eigi rjett. Beinasýki þessi getur verið
af öðrum rótum runnin. Það er opt erfitt að dæma
um orsakir þess, er menn sjá og reyna, einkum ef
reynslan er lítil. Fyrir því villast menn opt í slíkum
hlutum.
Á Fjöllunum hefur verið mýrlendi mikið til forna,
en nú er landið nálega alt sandi orpið, en grasgeirar
hafa gróið hingað og þangað á sandinum. í sandinum
vex einkum melur og nokkuð af öðru grasi með („sand-
töðu“). Á sumum stöðum vex þar og allmikið af víði,