Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 169
165
vatnshelt; og þar eð það er samskeytalaust, getur eigi
komið fyrir að það leki.
Ekkert gerir til þó snjór liggi á þakinu allan vet-
urinn; hann skemmir ekki, en er að eins til skjóls og
hlífðar. Einungis verður þess að gæta, að sperrurnar eða
bitarnir, sem þakið hvílir á, sje svo traust, að borið fái
þann þungaauka, sem af snjónum leiðir. Og þakræfur
eru venjulega svo gerð, hvort sem er, að þau þola slík-
an þunga.
Enn er sá einn kostur við þannig löguð þök, sem
einkum er þýðingarmikill í bæjunum, að snjóhrun af
húsum ofan kemur ekki fyrir sje þau notuð.
Hvorki hefur sterkur hiti nje hart frost skaðleg
áhrif á trjelímsþök. Frá þeirri hlið er þvi ekkert að
óttast að nota þau hjer á landi.
Engum skemdum veldur það þakinu, að um það
sje gengið; má því nota það sem þurkvöll með fl.
Ekkort er á móti því að búa til jurtagarð á trje-
límsþaki. Þetta er einnig altítt í öðrum löndum. En
þá þarf auðvitað að setja grindur utan með því á alla
vegu.
í fám orðum: Ekkert armað þakefni, sem nú er
þekt, uppfyllir eins vél öll skylyrði fyrir góðu þaki, eins
og trjelímsþalcið, og er því full ástæða til að reyna að-
ferð þessa einnig hjer.
Eptir þessar athugasemdir skal skýrt frá aðferð-
inni við að Ieggja trjelímsþakið á.
Súðin, sem negld er á sperrurnar eða skábitana, á
að vera úr plægðum, 1—l1/* þml. þykkum borðum.
Borðin eiga að vera úr þurum og góðum viði; og súð-
ina á að hefla vel og jafna svo að engar brunir nagla-
höfuð eða aðrar ójöfnur sje á henni. í borðunum mega
eigi vera lausir nje f’únir kvistir.