Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 106
veðrum eða á hjelaðal og hrímgaða jörð. Þessi er opt
hin eina framleiðandi orsök allra vatnssýkja í skepnum
og innanmeina, sem eru all-almennar, og rýra mjög
alla fjárrækt.
Báð og lyf við þessum kvillum öllum yfir höfuð eru
þau, að halda fjenu sem mest til þurlendis og fjalllendis,
sem því er ávalt hollast. Gefa húsafje í votviðra tíð
allri góða „morguntuggu", sem kallað er, af kjarngóðu
og vel hirtu heyi, ágætt líka að gefa þá laufhey það
sem til er, þó nóg „sje jörð“, og salta iðulega fóður
þeirra, eða innleiða það, að hafa saltsteina svo nærri
skepnunum, að þær geti sleikt lyst sína af þessu holla
efni. Ennfremur þyrfti að viðhafa ýms magastyrkjandi
meðul að jafnaði með eða í fóðri skepnanna, en til þess
teljast malurt, maríuvendir, horklöðkukolfar og margt fi.,
sem á öðrum stöðum er tekið fram í þessari ritgerð,
og sömuleiðis hin þvagleiðandi lyf, svo sem einir, einiber og
harpix m. fl., einnig við og við barkar- eða víoiseyði.
Fylgdu menn þessu að eins, þá hjeldu menn gripum sín-
um hraustari og heilsubetri en nú alment gerist.
VI. Höfuðuðsótt (mein),
lieilabólg-a, íg-erðarsótt í heila m. fi. — Sullaormar.
Höfuðsóttin í sauðfje voru, sem í sumum fjórðung-
um landsins er kölluð „mein“ — „skepna er meinuð“ —
er alþektur kvilli, með því tæplega líður svo ár, að
liann ekki geri vart við sig á einni eða fleirum kind-
um á bæ, þar sem annars er fje til muna, og má því
gjarna fara stutt yfir lýsing hans og umdæming, sem
og orsakir líka, því nú er það alment kunnugt, að það eru
bendilorma eggin, er orsaka sulli þá eða mein, sem í
heila allra höfuðsóttar-kinda finnast. Höfuðsóttar-kind-
ur fara optast einförum, hama sig opt við kletta, en