Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 73
69
neðan yfirborð jarðar. Líkar þyrpingar eða runna með
auðu millibili má og sjá í flestum skógum, en runnarn-
ir eru þó venjulega umfangsmeiri og fjölskipaðri. Það
er líklegt, að þau trje, sem þannig vaxa saman, sje
upphaflega mynduð af knöppum, frá einni og sömu rót,
en síðan hafi þau losnað frá móðurrótinni, og orðið að
sjálfstæðum plöntum. Það er ólíklegt að þannig lagað-
ar trjáþyrpingar vaxi af fræjum, því að það er kunn-
ugt um birki og flest önnur trje, að þar sem margar
plöntur vaxa saman af fræjum, má að eins ein þeirra
ná verulegum þroska, og verða fullvaxið trje, að minsta
kosti bregður sjaldan af þeirri reglu.
Hjer á landi vaxa nokkrar birkitegundir, en engin
þeirra myndar samfelda skóga nema betula intermedia1.
Betula nana, (fjalldrapi) er að vísu algengust allra birki-
tegunda hjer á landi, en hún er of smávaxin til þess
að sagt verði, að hún myndi skóg. Betula intermedia
vex eigi til muna nema í nyrðstu kluturn Rússlands,
Noregs og Svíþjóðar, í Grænlandi og á Alpafjöllunum í
Svisslandi. Þessi birkitegund vex því einkum á þeim
stöðum, þar sem birkiskógarnir æxlast af knöppum, og
styrkir þetta því þá ætlun mína, að birkiskógarnir hjer
á landi æxlist einkum af knöppum.
Hins vegar er það víst, að skógarnir hjer á landi
*) Það er merkilegt að betula intermedia er alstaðar mjög smá,-
vaxin í Noregi; hæatu trje þeirrar tegundar verða eigi hærri en
12 fet. Það er betula odorata, er myndar hina stðrvöxnu birki-
skóga þar í landi. Betula odorata liefur eigi fundizt hjer á iandi,
nema undirtegundir hennareða afbrigði. (Var. tortuosa, pubescens,
parvifolia). Það er eigi ómögulegt, að höfuðtegundin haíi vaxið
hjer til forna, en verið eyðilögð. Það er fullkomlega vist, að skóg-
arnir hafa vcrið miklu stórvaxnari fyrrum en þeir nú eru, on þetta
yrði enn skiljanlegra, ef ætla mætti að betula odorata hefði vaxið
hjer, því að betula intermedia nær óvíða miklurn vexti.