Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 166
162
um 3 eða 4 þml. nöglum. En hvorugt er gott. Á sumr-
in hitna járnþökin mjög, og gisnar þá viðurinn undir
þeim opt svo, að naglarnir liggja svo lausir í nagla-
götunum, að þá má taka úr með fingrunum (verkfæra-
laust); þetta getur valdið því (og hefur gert það) að
piöturnar fjúka af í hvassviðrum. Sje naglarnir hnykt-
ir innan ræfurs, er ilt að ná þeim úr, ef hreyfa þarf
þakið; enda hvort sem er beyglast plöturnar ef negld-
ar eru, sje naglarnir fastir1
Til þess að þekja vel með bárujárni, verður, hvort
sem það er lagt á súð eða langbönd, að hafa lista upp
og ofan undir hverjum hliðarsamskeytum. Listar þess-
ir eiga að vera ávalir að ofan, svo að þeir falli upp í
járnbáruna. Sje járnið lagt á súð, mega þeir eigi vera
þykkari (hærri) en járubáran að innan (neðan), en sje
lagt á langbönd, geta listarnir hlaupið niður á milli
þeirra. Eru mátulega gildir úr 1—13/4 þml. borði á rönd.
í lista þessa á að festa plöturnar með galvaníseruðum
skrúfunöglnm, sem fást með járnþakinu ef um er beðið.
Dálítil kriuglótt galvauíseruð plata, sem eiunig fæst með,
á að vera undir hverju skrúfnaglahöfði.
Með þessu lagi má fá hliðarsamskeytin ti! að falla
vel saman; því hvar sem gapir má láta skrúfunagla
draga það saman að kúpta listanum sem undir er.
Er hreyfa þarf plötu, má ná öllu óskemdu upp, ef
skrúfnaglar eru notaðir.
Ætíð ætti að misleggja (skara) plöturnar um tvær
bárur. Yenjulega mun það ekki vera gert, heldur eru þær
festar saman á yztu bárum; en það er skaðlegur sparn-
aður, einkum ef er á íbúðarhúsi.
En hið nýjasta og bezta lag á járnþaki er báru-
járn með fellingum. Fellingar þessar eru á báðum hlið-
arbrúnum á plötunum, á annari hliðinni er brúnin beygð