Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 90
86
sem hún hefur þá venjulegast einkennilega linar eða
þunnar, og líka daunillar, opt langvarandi „sótt“. Að
vísu byrjar þessi tegund líkt og stíflukveisan, en kveisu-
köstin og hríðarnar eru ekki nærri eins ákafar nje þjett-
ar, og jafnvel nokkrir dagar geta liðið á milli þeirra.
Einkennilegt er það líka hjer, að skepnan opt „fýlir
grön“, sem menn segja, eða klórar og nýr efri flipann,
svo og stertinn líka, svo sem við veggi, er líka venju
íremur sleikin. Þetta, ásamt því að hestar ganga með
strengdan kvið, og eru úfnir í hárbragði, er nálega ó
rækt merki þess, að þeir líði af ormum, þó ekki veik-
ist þeir reglulega.
B'olgu- eða blöðlcveisan er, eins og þegar hefur ver-
ið drepið á, afleiðing hinna tegundanna, er þær dragast á
langinn, og getur jafnvel hlaupið í skopnuna þegar á
fyrsta dægri, og segja sumir svo, að öll sú iðrakveisa,
ef áköf er, sem dregst fram yfir 2 klukkutíma, breytist
í þessa tegund veikinnar; (samber hjer hið þriðja stig
sjúkdómseinkennanna að framan): Augun verða þá
stundum sem glóandi kúlur í liöfði hestsins, æsing og
óróleiki grípur hann úr hófi fram, og hann byltist títt
á hrygginn, með fæturna upp; hörundið fer að kólna,
skepnan fær niðurgang; þetta eru merkin, og endar hún
með drepi, er í innýflin hleypur, eða með — dauðanum.
Þessi síðasta tegund hrossasóttarinnar mega menn
því dæma eindregið illa um, og sömuleiðis bæði stíflu-
og vindkveisuna, ef hún dregst dægri lengur án sýni-
legrar rjenunar eða batamerkja. Annars læknast þess-
ar tegundir ekk óauðveldlega, þegar í tíma hin viðeig-
andi ráð og lyf eru notuð, sem við fleiri kvilla; en ó-
þægindi þau fylgja þó tíðum veiki þessari, sem sje það,
að henni er gjarnt til að taka gripinn áptur, og eru
þá jafnan meiri tormerki á bata; og þarf því að hafa