Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 79
75
þjóðfjelagið, mundi hann vinna verk sitt með glaðara
geði, una hag sínum betur og elska meira Iand sitt og þjóð.
Það er að sjálfsögðu ekki svo ljett að ætla á það
nákvæmlega, hverjar tekjur bóndi í sveit hefur árlega
af búi sínu; það er komið undir svo mörgu: búskapar-
lagi hans, hvar hann er í sveit kominn, hvernig borg-
aðar eru afurðir búsins það og það árið, hvernig fellur
í ári, og ýmsu öðru. En því nauðsynlegra væri það, að
safna saman búreikningum frá ýmsum stöðum, ýmsum
bændum, og að sjálfsögðu fyrir sem flest ár. Á þann
hátt fengist grundvöllur til að byggja á. Gagnsemd
slíkra reikninga er ómetanleg, eigi að eins fyrir hag-
fræðinga landsius, heldur og fyrir bændurna sjálfa, því
að þeir þurfa eigi síður en aðrir að vita hverjar tekjur
þeir hafa til þess að geta sniðið útgjöld sín eptir þeim.
Eg hef enga slíka búskaparreikninga til að byggja
á, en eg ætla þó að reyna að svara spurningunni. Eg
geri mjer engar vonir um að svar mitt verði fullnægj-
andi eða alls kostar rjett, og eg er ánægður, ef þessi
tilraun mín getur orðið til þess, að þeir sem reyndari
eru og betur þekkja til, komi fram á völlinn, til þess
að gefa nákvæmari og rjettari upplýsingar. Eg tek til
dæmis bónda á 20 hdr. jörð, og styð mig að ýmsu
leyti við ritgerði „Um verð á heyi“, eptir prestaskóla-
kennara Eirík Briem, í 6. árg. Búnaðarritsins.
Tekjur búsins:
Nyt úr 4 kúm 10000 pt. á 12 aura . . . 1200 kr.
— — 100 ám að sumrinu 3350 pt. á 12 a. 402 —
Ull af 100 ám og 100 kiudum veturgömlum
520 pd. á 0,70 ....................... 364 —
Sláturfje: 100 kindur veturgamlar að haust-
lagi á 11 kr.............................1100 —
Tekjur samtals 3066 kr.