Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 107
103
optar þó bæði við ár, læki og gil, þar sem vatnssuða
er; hún bítur með köflum að eins, ef mjög er veik, hall-
ar höfði meir eða minna og slingrar út á aðra hliðina,
jafnan þá sömu, sem hún hallar á, eða snýst í hring
(sbr. dönsku og þýzku nöfnin: Ringsyge Drehkrankheit)
Sýki þessi er all-langvarandi, skepnan iifir þannig stund-
um fast að missiri með henni, ef húu ekki fyrir slysum
verður, sem mjög er títt. í eðli sínu er sýki þessi sú,
að starfsemi heilans er trufluð, og hin sjálfráða hreyfing
meir eða minna hindruð, er alt stafar af þrýsting þeirri,
sem ormasullurinn gerir á heilann, eða af þvi að hann
beinlínis eyðir af honum og rýrir hann. — TJmdœming
sýkinnar af reynslu manna, er jafnan slæm mjög, þannig
að það er mjög svo sjaldgæft, að meinuðum eða höfuð-
sóttarveikum kindum batni, og því er, eins og tíðast
hefur verið gert til þessa, ráðlegast að lóga þeim sem
fyrst.1 Það skyldi þá vera, að menn vildu um tíma reyna
að halda lífi í kindinni í einhverjum ákveðnum tilgangi,
er opt tekst líka, svo sem ef höfuðsóttar-ær á að koma
upp lambi að vorlagi, eða ef fram á sumar kemur, að
fitna betur, er hún þá er höfð í áheldi, eða „bundin á
dreif“ í góðum haga. Annars tekst stöku sinnum að
lækna slíkar kindur, er sullinum er náð út úr höfðinu
með þar til gerðu verkfæri (töng), er síðar verður drep-
ið á. — Um orsalcirnar er það að segja, að nú á síðari
tímum álíta menn þær eindregið að vera egg bendilorms-
J) Það er alment skoðað bvo, að ef á höfuðsött ber í kind
fyrir miðjan vetur eða þorrabyrjun, pá sje sjálfsagt að slátra lionni;
en ef bcr á henni eptir þann tima, og einkum ef hún kemst fram
yíir „gftu-strauma“, en þnð er nýin og tunglfyllingarnnr um ]mð lcyti,
— en þá eru akepnurnar venjulega lang-verstar af höfuðsftttinni —
þá borgi það sig optast að láta þær lifa, svo sem þá ær, til að
koma upp lambi, eða að þær mættu náBumrinu, og fá að „taka sig“.