Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 137
133
apturparturinn lágur, og bera þau þó framfæturna illa
undan apturfótunum, er taka vanalega niður fyrir fram-
an framfótar-sporið. Eg vona að menn sannfærist um,
að folöldin, sem eru svo máttlítil, að þau geta með naum-
indum staðið, beri sig ekki þannig til af stærilæti, til
að sýnast fyrir mönnum, eða til að vera fallegri á velli,
heldur til að hafa sem jafnastan þunga á framhluta og
apturhluta líkama síns, svo þau geti þess betur staðið
og haldið jafnvæginu. Þó veitir aldrei af, hvað hnarr-
reist sem þau eru, að þau beri framfæturnar undan.
Sama er að segja um það, að menn sem hafa tekið ept-
ir vel tömdum fjörhesti, hljóta að hafa veitt því eptir-
tekt, að hann ber sig hátt að framan, tekur framfæt-
urna hátt og djarflega fram, en er heldur stuttstígur á
apturfótunum. Að hesturinn beri sig þannig, er eitt af
aðalskilyrðunum fyrir því, að hann geti borið sig og
manninn lipurt og ljettilega, og haldið sínu meðskapaða
fjöri. Auðvitað er hægt að þrýsta hestinum svo mikið
saman, ef honum er haldið mjög í ríg að framan, en
apturhlutinn rekinn innundir með fótunum, að það verði
hestinum erfltt; einkum er hætt við þessu ef hann er
lipur og fjörmikill. Það ríður einnig á því að lofa hest-
inum að teygja úr sjer, ef hann er látinn fara harðan
sprett, en setja hann svo aptur í jafnvægi þegar hann
er stiltur.
Þó búið sje að fá hestinn til að bera höfuðið nógu
hátt, er ekki þar með fenginn hinn rjetti höfuðburður.
Jafnframt þarf að venja hann á að hringa makkann,
og það á rjettum stað. Banakringlan eða fremsti liður-
inn í hálsinum er af náttúrunni liðugastur af öllum liðun-
um, og á því beygingin að fara fram við þann liðinn,
hvort sem maður beygir höfuðið niður og inn undir sig,
eða til hliðar, til að víkja hestinum við. Það er full-