Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 175
171
Eptir lýsing þessari á trjelíms- og eldslímþaki, sem
svo áreiðanlegar heimildir eru fyrir, að eigi er neinn
vafi á, að rjett sje, er mjög líklegt, að það þakefni sje
bezt fallið til að nota á íslandi. Hr. Kolderup lætur
þess getið, að í stað zinkræmunnar með seitlugötunum,
megi hafa torfstreng til að styðja áburðinn, hvort hann
heldur er leir eða mold. Hjerlendis býst og við að efsta
(hlífar) lagið væri ætíð haft úr torfi eða snyddu, og
þakið látið gróa; það yrði þá eins og túnflöt.
Bændur ættu að útvega sjer þakefni þetta í gegn-
um verzlunarfélögin.
Að öðru Ieyti hef eg engu við að bæta það er eg
áður hefi ritað um húsabætur. En geta vil eg þess, að
hinn þjóðkunni hyggindamaður og búhöldur hr. alþm.
Einar Ásmundsson í Nesi sagði mjer í sumar, að húsa-
fyrirkomulag það (skýlalagið), er eg lield þar fram, sje
samkvæmt því er hann hefði verið búinn að hugsa sjer,
og ætlað að rita um, en fallið frá því, er hanu sá rit-
gerð mína. Einungis vildi hann gera þá breyting, ef
öll hús stæðu saman, að láta íbúðarhúsið snúa hliðinni
fram, þar sem ekkert skýli væri við bygt, og einnig
vildi hann hafa bil nokkurt milli íbúðarhúss og hlöðu,
en láta þó skýlin ná saman til hliðar við þau hús bæði,
að undanskildu einu garðsopi (porti). Hið auða rúm
(garðinn), sem við það myndaðist milli íbúðarhúss og
hlöðu annars vegar, en skýlanna hinsvegar, vildi hann
nota fyrir hestastöð (tröð), fyrir fjárrjett o. s. frv.
Hugmyndin er auðvitað frá bænda-„görðum“ er-
lendis, en er jafngóð fyrir því, og gæti víða átt vel við
hjer á landi.
Yitanlega tel eg það til gildis hugmynd minni, að
hún skyldi nærfærast svo hugmynd slíks manns, sem
Einars heitins í Nesi.