Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 59
65
segir, að þá fyrir 100 árum hafi skógarnir í Fnjóskadal
verið svo stórvaxnir, að trjen hafi haft 20 álna háan
stofn upp að greinunum. Eptir því hafa trjen varla
verið minna en 50 fet á hæð, eða rúmum 20 fetum
hærri en hæstu trje, sem nú eru til hjer á landi.1
Nú er lítið eptir of hinum miklu skógum í Fnjóska-
dal. Að eins á þremur jörðum eru þar enn allstórvaxn-
ir skógar, það er á Hálsi, Vöglum og Þórðarstóðum.
Nokkur skógur er og enn í Lundi og á Þverá. Ann-
arstaðar eru þar eigi skógarleifar svo að telandi sje.
Það er eigi undarlegt, þótt skógarnir í Fnjóskadal hafi
verið stórvaxnir og víðáttumiklir í fornöld, þá er þess
er gætt, hve mjög þeir hafa eyðilagzt síðan á öndverðri
18. öld. Vér sjáum þar greinilegt og sorglegt dæmi
þess, hve sárt landsmenn liafa leikið ættland sitt. Það
er eigi undarlegt þótt landið sje viða blásið og bert, er
það hefur orðið fyrir slíkri meðferð um margar aldir.2
Á Hálsi er allmikill skógur, en mjög hefur hann
þó eyðilagzt. Fyrir utan og neðan Háls eru miklar
auðnir, er áður hafa verið skógi vaxnar. Nú er
skógurinn að eins fyrir innan bæinn, í hlíðinni upp frá
Fnjóská. Áður hefur skógurinn náð miklu lengra upp
í hlíðina. Nú sjást þar sumstaðar litlir hólmar vaxnir
smáskógi innan um auðnina. Sumstaðar ganga skóg-
*) Eggert sogir þó, að stórvaxnast.ur hafl skógurinn verið ó
Möðruvöllum i Eyjafirði, en sá skógur hafi eyðilagzt á öndverðri
17. öld. Hann segir að þá megi enn sjá digra bjálka og stoðir
úr þeim skógi („tykko stötter og Biælkor") í húsum á Möðruvöll-
um. (Smb. Perðahók Eggerts, bls. 680 og 734.
e) í Fnjóskadal hefur lengi tíðkast að hafa geitfje, oger enn
haft þar á sumum bæjum, en það fer afar illa með skógana. Þetta
er eitt mcð öðru, er stntt, hefur að eyðileggingu skóganna í Fnjðska-
dal. í jarðabók Árna Magnússonar er talið meira og minna geitfjo
á fiestum eða öllum skógarjörðuin í FnjóBkadal.