Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 124
120
sig, eða ganga í einhverju hjeraði, að þá sje ait komið
undir því að vanda sem mest að auðið er alla meðferð
og hirðing á skepnunum, og eptir því sem hún er vand-
aðri, nákvæmari og löguð betur samkvæmt óbreyttu
náttúrlegu eðii skepnanna, einkanlega hvað fóður alt,
sem og úti- og innivistir skepnanna snertir, að sama
skapi gerir hún minni usla eða sje hættuminni, já,
með þessu megi henni auk heldur fullkomnar skorður
setja, og svo telja þeir einkum til þessa, Ijettmeltilegt og
vökvaríkt fóður, og það jafnan lítið eða takmarkað vel,
hreint og kalt vatn, svol og loptgóð hús, forðast að beita
fje snemma á morgna eða mjög síðla á kveldin, sjer-
staklega þegar morgnar eru kaldir og jörð er eitthvað
hrímguð, forðast langan rekstur, hundaat á skepnunum
o. s. frv., og hvað vinnugripi snertir svo sem dráttar-
uxa eða akneyti, að hlífa þeim ávalt þegar mjög er heitt
á daginn. Þetta alt eru gullvæg ráð, er hafa svo miklu
meiri þýðing í tilliti til lieilsu og sýkingafyrirbygging-
ar hjá skepnum, en manni nokkru sinni í fyrstu til
hugar kemur. Þetta er reynzlunnar hinnar einu og sönnu
sígilda forskript; eptir henni verða menn að stafa sig
og feta sig áfram, studdir við staf þekkingarinnar, mis-
bjóðandi umfram alt aldrei náttúrueðlinu að ófyrirsynju,
ekki í hinu allra smærsta fyrir manna sjónum, því það
eru jafnan þessi smáatriði, sem gera hin stbru!
VIII. Júgurbólga (undirílog),
júg-urmein og kaldadrep.
Þessi kvilli í sínum ýmsu myndum kemur all al-
ment fyrir á nytkuðum pening vorum öllum, og þó al-
mennar á ám en kúm. Eptir stað sinum, upptökum og
ásigkomulagi, greinir maður alla júgurbólgu í þetta
þrent: 1. Einfalda eða útvortis júgurbólga (undirflog).