Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 168
164
Hausler nefndi efni það, er hann notaði trjelím
(Træsement); en nafnið á alls eigi vel við.
Það er verksmiðjuleyndardómur hvernig efni þetta
er tilbúið, en kunnugt er þó, að það er sambland af
koltjöru, brennisteini, biki, „gummielastikum“, sóti og
steinkolum; en hlutföllin milli efna þessara þekkja menn
eigi.
Efni þetta, klínt á milli nokkurra pappírslaga, sem
lögð eru ónegld á súðina og svo hulin þykku lagi af
leir og sandi blönduðum saman, er hið svonefnda trje-
límsþak.
Þakefni þetta mun áreiðanlega ná mikilli þýðingu
á ókomna tímanum, eiunig hjá oss, undir eins og þessi
þaklagsaðferð verður almenningi kunn, vegna þess hve
áreiðanlega vatnshelt það er, híýtt, sjerlega eldtraust,
verðvægt og að öllum líkum varanlegt, og skal því hjer
lýsa því nákvæmar.
Trjelímsþök eru hin allra flötustu þök, því venju-
lega er hallinn hafður milli 1 : 20 og 1 : 30. Á síð-
ustu tímum eru þó dæmi til enn meiri mismunar á þak-
hallanum, eða frá 1:4 til 1 : 60 [frá álnar risi á 8
álna broidd með kjalþaki til 31/,, þml. halla á ailri
breiddinni (með skáþaki) á jafnbr. (8 ál.) húsi (= 1 al.
á 60 álna breidd skáþaks)].
í bæjum (borgum) eru trjelímsþök látin hallast að
eins á einn veg, frá strætunum; þarf þá eigi þakrenn-
ur strætamegin. Ræfur þarf og eigi, heldur eru veggir
efstu lyptingarinnar (Etages) hafðir misháir, svo efsta
bitalaginu, sem súðin undir þakið er lögð á, halli eins
og að ofan er sagt, eða ætlazt er til að þakinu halli.
Það er á engan hátt varúðarvert að hafa þakið
flatt þegar trjelímsþak er notað. Það er áreiðanlega