Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 123
119
arvatnið, og er aðalreglan að láta af sýrum þessum svo
mikið í vatnið, að það breyti bragði. Hjer að framan
er minnst á sýrur þessar, sem sje saltsýruna og brenni-
steinssýruna, en einnig má nota edik, og kvilmr (súrdeig)
leystar sundur í vatninu. Optast nær er hætt við að
bólga hlaupi í garnirnar; má hindra það með hægum
blóðtökum, einkum þá viðeigandi er skepnan er blóðrík.
Þar eiga og líka við „merkurial“-lyfin hin ýmsu; svo
má og lina bólgu þessa í innýflunum með hinum kæl-
andi söltum, glaiibersálti, almennu salti með saltpjetri í.
Saltið er opt látið samau við lýsi eða aðra feiti, (brætt
smjör, viðsmjör o. s. frv.), og er því þannig helt ofan
í skepnuna; fær liún af því hægðir, og dregur það úr
veikinni. Sama verka og stólpípurnar með salti í. Að
síðustu vil eg benda á það, að kalk eða lcrít lögð í jötur
skepna hafa virzt verja því, að þær fái miltisbrunasýk-
ina; væri því líka gott að hafa kalkaða veggi að inn-
an í gripahúsum, þar sem sýki þessi á heima. Sama
er og um það, að ef veikin fer að gera vart við sig á
einhverjum stað, þá er þegar gott að byrja strax á að
menga drykkjarvatn skepnanna einhverjum hinum að
framaunefndu syrum, og þó einkum og sjer í lagi salt-
sýrunni, sem lengst af hefur verið talin svo sem eitt
höfuðlyf í þessum miltisbrunasýkjum.
Það dylst oss ekki, að það er ekki alllítið skylt
með þessari sýki, sem vjer höfum hjer að framan um
skráð, og bráðafárinu hjá oss, sem líka einn, og rjettara
þó vor einasti lærði og gagnlegi, dýialæknir, Snorri sál.
Jónsson, nefndi tegund af miltisbruna-niðurfallssýki
(Miltbrands-Apoplexie), enda ber að því sama i báðum
þessum höfuðsýkjum alt það er til varnar og fyrirbygg-
ingar kemur; þannig segja nafnkendir þýzkir læknar
um miltisbrunasýkina, er hún er farin að gera vartvið