Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 92
88
>
hann er þreyttur mjög, því þá hefur reynslan sýnt, að
honum er mjög hætt við kvilla þessum. Menn þykjast
gera slíkt í góðu skyni, „skepnunni sem vel hefur unn-
ið“, en hvorttveggja er jafn hugsunarlítið og ónærgætið,
fyrst að ofþreyta skepnuna, og síðan að ofíylla hana,
gleymandi því, að skepnan er engin „maskína“ heldur
lifandi náttúrueinstaklingur, sem, þótt hún þjenanleg
sje til notkunar, hefur ekki upphaflega þá ákvörðun,
heldur aðallega hina, að lifa og njóta lifsins samkvæmt
nátturueðli sínu, og svo að auka sitt kyn; en þessvegna er
líka jafnan því vandfarnara með hana, sem meira er af
henni heimtað, og henni er vikið til af sinni eðlegu rás.
— Allir raunar vita hvað skaðlegt er að ríða hesti mjög
hart nýteknum af grasi,1 hvort sem það er af nýgræð-
ing á vordag eða há eða sinugrasi á haustdegi, er skepn-
urnar eins og keppast við að troða sig sem mest út af
því, til þess að bæta upp með fyrirferðinni, það sem
vantar upp á kostinn, — enda kemur ekkí ósjaldan
fyrir, að hestar taka hrossasótt af þessum orsökum.
Sama á sjer líka opt stað, þegar hestum af hending,
sem óvanir eru því, er alt í einu boðið mjög Ijúffengt
og vellyktandi fóður (gulaxpuntur í smá töðu og fl.);
*) Á einni hinni fyrstu skólaferð minni sunnunlands var það
að Holti hjá hinum ágæta hestamanni, sjera Birni Þorvaldssyni,
að við piltar höfðum gist, og um morguninn fór einn okkar að sækja
heBtana þar skamt vestur á sljetturnar, og tók sá hinn sami einn
heBtinn, sem enn þá lá, og þeytti honum þegar á harða stökk kring-
um hina. Sjera B. var úti með okkur hiuum, og horfði á, og varð j
honum þá að orði: „Skoðið þið piltar þenna! Eg segi ykkur satt,
að þessi eini sprettur svona að morgninum er þessum hesti verri,
en þó honum hefði verið riðið gutlhart allan daginn". Þessi orð
gamla góða hestamannsins festu þegar rætur hjá mjer, og líklega
okkur fleirum, og eg hef sí og æ minst þeirra og gætt þeirra
jafnan.