Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 97
93
svo reyna „malurtu og önnur ormdrepandi lyf innvort-
is. Yið ormakveisu er og Iyfjamauk þaunig tilbúið:
Steytt maiurt 30 grm.; glaubersalt 60—80 grm., hrá
hjartarhornsolía 10—15 grm. — Hinn gamli dýralækn-
ir Abildgaard ræður að eins við ormum að gefa inn söt,
6 lóð smásteytt, blandað 1 pela mjólkur, í einu, annan
hvern dag inngefið; til styrktar má blanda þetta 1 lóði
af „AIoe“.
En að endingu viljum vér taka það fram, að eptir
að skepnum er batnað í veiki þessari, ríður á að gæta
allrar varkárni með það, að þeim eigi aptur „slái niður“,
sem helzt kemur fyrir ef þær eru ógætilega fóðraðar
fyrst í stað; fyrsta og annan dag eptir að veikin er
bötnuð, má að eins gefa þeim hálft fóður, og það sem
auðmeltilegt er. Beri aptur einkum á harðlífi og stíflu,
sem menn verða að veita eptirtekt, er hætta þegar á
ferðum, en við harðlífi og stíflu, sjer í lagi hrossa, eru
„áloeHyfin talin höfuðmeðul, og ættu því allir reið-
hesta eigendur að eiga þau á heimilum sínum ásamt
glaubersalti, sem hvervetna ætti að vera til. Yeiklaðar
skepnur, og þær sem líða af meltingarleysi, eða hafa
fengið þessar hjernefndu veikjur, ættu að fá innan um
fóður sitt magastyrkjandi og kryddhendar jurtir, en til
þeirra teljast, rábarberröt og heimula, sem náskyldar
eru og vaxa báðar hjer í ræktaðri jörð, og svo maríu-
v'öndur (Entian), horblöðkur, fiflarætur og rötarlauf, og
svo vallhimall, og er nægð af öllu þessu lijer hjá oss.
Sem vindeyðandi lyf, og þá jafnframt við uppþembu allri
eiga einnig öll vor kryddkendu og beisku jurtalyf, sum-
part þegar hjer talin, og svo sjerstaklega te af „kamilluu-
blómum og kúmeni, en það má vel vaxa hjer. — Skepn-
um þeim er orma hafa, ráðum vjer einnig til að gefa
kryddjurtir, og yfir höfuð vellyktandi grasfóður, smátt