Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 165
161
með skaptlöngum strykli (Skaftekost). Sandinum verður
að strá á jafnóðum, áður en leðjan harðnar.
Sandurinn á að vera harður, hreinn (ekki mold-
eða leirblandinn), sáldaður, svo eigi sje smásteinar í
honum, vel þur og helzt volgur (sólhitaður). Því þur-
ari og hlýrri sem hann er, þegar honum er stráð á
þakið, því betur tekst verkið.
Menn sem vinna að pappaþakalagning mega eigi
ganga á stígvjelum meðan þeir eru að verkinu; það
getur valdið skemdum.
Eptir að ár er liðið, á aptur að bræða þakið as-
faltsleðju og strá það sandi á sama hátt sem fyr. Þetta
verður svo að ítreka minst 4. hvert ár. Sje þetta
ekki gert, eða sje það illa gert, má búast við að
pappaþök verði skammær. Annars duga þau talsvert
lengi.
Pappaþök mega ekki liafa minni halla en 1:4,
eða 1 álnar ris á 8 ál. breiðu húsi; betra er þó að þak-
ið sje brattara.
3. Járnþök.
Hin galvaníseraða bárótta járnþynna er orðin svo
alþekt þakefni hjer, að því þarf eigi að lýsa; en það
er opt mjög óvandvirknislega frá slíkum þökum geng-
ið, og veldur það eigi sjaldan talsverðum óþægindum.
Venjulegt er að plöturnar falli illa saman, eiukum
til hliðanna, svo að þar fýkur bæði regn og snjór inn
um þegar hvast veður er; og þó verið sje að þjetta
samskeytin með siggi eða kítti, vill það fljótt gisna og
falla úr.
Optast eru plöturnar negldar á súðina eða ræfrið,
annaðhvort með hinum galvaníseraða „þaksaum“, sem
optast hefur fengizt með þakjárninu, eða með venjuleg-
BúnaSarrit VIII. 11