Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 170
166
Meðfram Jjakbrúnunnm, bæði við þakskeggog gafla,
er 9 þmi. breið zinkræma negld á súðina. Af zink-
ræmu þessari er tæpur % látinn standa fram af súð-
inni (þakskegginu), og sú brúnin beygð ofurlítið niður
á við; það er hin svonefnda dropskör. Á göflunum er
ytri brún zinkræmunnar, rúmlega hálf breiddin, beygð
upp á við hornrjett (í vinkil), þakin með tilheyranda
áburði til stuðnings.
Ofan á dropskörina, beint upp af sperrutánni (jafn
framarlega og táin nær), er fest önnur ræma af zinki,
vinkilbeygð þannig, að a/8 breidd hennar, eða um
6—7 þml., standi lóðrjett upp, en % af breidd ræm-
unnar liggi flatt við súðina upp á við, og sje þar
neglt niður, eða þá öllu fremur tinkveikt við dröp-
skörina.
Brúnin, sem stendur lóðrjett upp, á að standa við
þakefnið eða styðja það, og varnar því, að leir- og sand-
blendings-áburðurinn skoiist burt.
Til stuðnings standbrún þessari á að setja við hana
að neðan styrkihnje úr zinki, með 8—12 þml. millimili,
er tinkveikt sje við dropskörina. (Mætti líklcga negla,
en þá fer meira efni í hnjeð, því beygja yrði út brún
að neðan til að negla í; eins er líklegt að duga mætti
galvaniseruð járnþynna í stað zinks, en hr. Kolderup
gerir hjer ráð fyrir vandaðasta frágangi á öllu, enda
er það jafnan æskilegast).
Á bilinu milli hverra tveggja styrkihnjea eiga að
vera gerð 3 göt á standbrúnina, alveg niður við vinkil-
beyginguna. Göt þessi eiga að vera um */„ þuml. á
hvern veg, eða lítið eitt hærri en þau eru breið; gegn-
um þau á vatnið af þekjunni að seitlast.
Eptir þenna undirbúning er byrjað að leggja þakið á.
Fyrst er stráð ofur þunnu (c. 1 línu = l/18 þuml.)