Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 133
129
ekki þá reið, sem þeim er ætluð fyrstu árin, og eru
svo of lúð og deyfð. Þegar verið er að koma þeim í
burtu til tamningar, liafa þeir menn ekki tækifæri til
að gera það, nema á sinum nauðsynjaferðum, og verður
reiðin of mikil í einu, en þau of sjaldan tekin. Eg er
hræddur um, að ekki verði verulegt lag á tamningu
hesta hjá oss, fyr en vjer eigum tamningarskóla — sem
kann þó að eiga langt í land, — þar sem tamningar-
maðurinn ekki hefur annað að gera, en segja mönnum
og hestum til í þessari grein, og hestarnir geta fengið
daglegan og hæfilegan vana.
Línur þær sem hjer fara á eptir eru skrifaðar
með hliðsjón af bókum eptir danska og þýzka höfunda,
og eigin reynslu og eptirtekt.
Þegar á að handsama stygga ótemju, þarf ætíð að
fara hægt en þó djarflega, og þegar maður er kominn
svo nærri, að hægt er að ná til hennar með höndunum,
ber að varast að taka Iaust á henni, sem að eins kitlar
skepnuna og gerir hana enn kvíðameiri, heldur klóra
henni fast og taka alstaðar sígandi þjett á. Beztu
tökin til að haldð hestinum, eru að ná annari hendinni
sem fremst i faxið og taka þar handfylli síiia, því ann-
ars getur komið fyrir að slitui lokkur upp úr og miss-
ist svo af takinu, enn hinni hendinni í.flipaun. Þessum
tökum er vanalega hægt að ná, ef farið er hægt og
smáklórað sig áfram. Hafi maður náð þessum tökum
vel og leggi þau sígandi þjett á og eins og skrúfi
hendurnar utan um, finnur hesturinn að það muni vera
árangurslaust að beita mótþróa, og lætur vanalega fljótt
undan.
Helzt ætti ætíð að teyma ótemju fyrst af ganganda
manni, meðan hún er ögn að venjast við það, og hafa
Búnaöarrit VXH. 9