Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 62
68
Eptir þetta gerði sjera Jón enn ýmislegt til þess
að gera bæði kirkjustjórninni og almenningi það t'ull-
komlega skiljanlegt, að nauðsynlegt væri að höggva
skóginn sem mest, því að hann fúnaði og „foreyddist
af sjálfum sjer“, og yrði engum að gagni ef hann væri
eigi höggvinn. 23. júní 1756 Ijet sjera Jón taka 8
manna þingsvitni um það, hveráu skógur, tún og engjar
hafi eyðilagzt síðan þingsvitnið var tekið 1748. í þing
gerðinni er svo sagt:
„Skógur 8taðarins meinar beneficiatus síðan tjeð þings-
vitni tekið verið hafi (o: 1748) merkilega hafi rúinerast,
sem og að nýgræðingsskóg sje engan að finna í sínu
beneficii eignarplássi, og óskar að þingmenn gefi um
þetta augljóst og sannferðugt vitni. Þar upp á svara
samankomnir þingmenn sameiginlega, að nýgræðings-
skóg sje eigi að sjá í Hálsbeneficii eignarplássi, en sá
forni skógur sje fúinn, forrotinn, og flest af eikunum í
fauska fallið, og þar fyrir skaðlegt, bæði vegna gras
gangs og væntanlega uppvaxanda nýs skógar, ef ske
kynni liann aptur vaxandi fyndist, að láta þær fornu
eikur óhöggnar standa".1 Sjera Jón ljet enn taka 8
manna þingsvitni um þetta sama efni 16. maí 1767.
Þar er svo sagt:
„Hálsbeneficii skóg segja samankomnir þíngsóknar-
menn til fanska fúinn allvíða, svo eikur falli með rót-
um til jarðar af sjálfu sjer, og suraar laufgaðar brotni
um þvert á öllum tímum ársins, sjerdeilis á vetur, þá
snjóar ádynja, svo presturinn, sjora Jón Þorgrímsson,
hafi ei fengið selt neitt yfir helming Hálsbeneficii skóg-
ar frá 1740 til nærverandi datum á móti því sem fallið
hefur“.2
‘) StiptBkjalaeafn A. 11. e.
8) Stiptskjalasafn A. 11. e.