Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 145
141
fjörlæti. Bezt og fegurst er að hesturinn hlýði vilja
mannsins glaðlega, en þó rólega. Líka getur verið mjög
skaðlegt, ef þarf að beita hörku við ótemjuna til að
komast á bak. Auðveldlega getur þá komið fyrir að
ótemjan hugsi og finni að hún hafi ekkert að segja á
móti afli mannsins, og reyni svo að beita þráa og verði
að viljalausu verkfæri, eða ef hún er vel kjarkmikil og
dugleg, fær hún ef til vill að vita ura krapta mannsins,
og sjer þá að sjer er óhætt að taka til sinna ráða, því að
maðurinn hafi naumast við sér; honum veitir það lika
opt erfitt, ef ótemjan kemst upp á að viðhafa hrekki.
Það er því bezt að stíga með vinstri fætinum í ístaðið,
en reyna þó ekki til að taka hinn fótinn frá jörðinni
fyr en óterajan þolir þetta; síðan má fara aðtakahægri
fótinn frá jörðinni, en setja hann þó niður aptur, ef ó-
temjan fer að verða óróleg, og skal ítreka þetta þar til
hún stendur kyr, og þá fyrst setja fótinn yfir hrygginn,
og setjast hægt og rólega í huakkinn. Þá er áríðanda
að hnakkurinn sitji kyr á meðan á bak er farið, en
hálfsnarist ekki af, með því það getur orsakað, að
hesturinn meiðist, af því að hárin ýfast upp; enda er
hægt að fara á bak án þess að hnakkurinn fari hið
ininsta úr stað, og það þó hann sje að öllu gjarðarlaus.
Þegar búið er að setja fótinn í ístaðið, á að setja hnjeð
þjett að síðunni; hestinum verður þá síður ilt við þó á
bak sje farið, maðurinn verður stöðugri að komast upp
og hnakkurinn fær stöðvun, því að hnjeð mun lenda
upp á hnakklafinu. í annari hendinni hefir maður taum-
ana, og styður henni á makkann framan við hnakkinn,
og getur þá ef vill haldið í stóran lokk af faxinu sjer
til styrktar, hinni hendinni styður hann á apturboga-
hornið á hnakknum, sem fjær honum er, og styður þar
þjett á, en togar ekki hnakkinn til sín. Situr þá hnakk-
urinn alveg kyr meðan á bak er farið.