Búnaðarrit - 01.01.1894, Blaðsíða 40
36
12 pund kaffibauna til ársins, (kostaði pundið 1 ríkisdal)
og reyndist fullnógt, enda drakk þá enginu af heimafólki
kaffi nema á þeim þremur stórhátíðum. Þá var og „tann-
pínau hjer um bil óþekt þar um sveitir. Annaðhvort
sumar Ijetu foreldrar mínir 8 eða 4 menn fara til grasa
fram á Fljótsdalsheiði, og liggja þar við tjald háifsmán-
aðartíma. Silungsveiði var nokkur á Ketilsstöðum, bæði
í lagnet, sem lögð voru í „Skipakíl11 og „Silungakíl",
og á silungalóð, sem lögð var í Lagarfljót út af „Víð-
unum“, mig minnir á 20 faðma djúpi. Sá silungur, sem
á lóðina veiddmt, var annarar tegundar en hinn, sem
á grunnið gekk og í netin fjekkst.
Kartöplurækt og kályrkja var mjög litið stunduð.
Allur fjöldi manna vildi ekki sjá kálmeti; kartöplur þóttu
heldur skárri. Eitt vor fjekk faðir minn frá Kaupmanna-
höfn 120 viðarplöntur (furu, greni, birki); setti hann
þær niður í stóran garð milli bæjarins og klettsins fyr-
ir austan hann. Nokkrar birkiplöntur lifðu 3 vetur, en
þá gerði snjó mikinn eitt haust; komust þá sauðkindur
í garðinn, bitu plönturuar, og varð það þeirra dauðamein“.
P. M.
Eg fór af Fljótsdalshjeraði að Skjöldólfsstöðum á
Jökuldal, og þaðan yfir Möðrudalsöræfi að Möðrudal,
þaðan að Grímsstöðum á Fjöllum, þaðan vestur yfir
Jökulsá, og svo norður með henni, og norður í Keldu-
hveríi.
Það er eyðilegt land, er leiðin liggur um frá Gríms-
SkjöldólfBstöðum á Jökuldal kjá góðum bónda, og kyaðst bann eigi
geta gefið mjer kaffi, pví „pað er bjer hvergijtil, nema hjá honum
sjera Sigfúsi mínum í Hofteigi". Hjá sama bónda gisti eg aptur
sumarið 1833; jiá sagði bann: „Nú get eg gefið þjer kaffi, því nú
er það til á fiestum bæjum hjer í dalnum“.