Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 3

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 3
að íella fénað sinn meira og minna í miklu og óvenjulegu harðæri. Og sumir sögðu, að fé œtti að vera liorað á vorin, — það tæki þess betur sumar- batanum. Vorið 1920 heyrði ég gáfaða og vehnetna bændur í algeru landbúnaðarhéraði halda því fram i fyllstu alvöru, að horfellislögin væru aðeins eins konar siðferðileg viljayfirlýsing þjóðarheildarinnar, en fyrir það yrði alls ekki byggt, að fénaður félli, þegar illa áraði, og það væri hreint og beint glæp- samlegt athæfi, ef tekið væri upp á því að beita refsiákvæðum horlellislaganna. Það er og vitað, að lögin, sem skylda stóðeigendur til að eiga nægilegt fóður handa hrossum sínum og viðhlítandi húsa- kost, eru enn dauður bókstafur. Einn af merkustu sýslumönnum landsins, yfirvald í áratugi í miklu hrossahéraði, sagði opinberlega, að það væri hverju yfirvaldi ofurefli að ætla sér að krefjast þess, að Jrau lög væru ekki að engu höfð, enda lét hinn mikli bændavinur og leiðtogi, Páll heitinn Zóphón- íasson, Jrað vera eitt sitt seinasta verk að vara bændur við að setja stóð sitt á gaddinn, — Jrað gæti haft Jaær afleiðingar, að Jreir felldu svo til allan sinn bústofn, ef ylir dyndi víkingsvetur. Allir kann- ast við ergi hrossaeigenda og stjórnarvalda út af kröfum dýraverndunarmanna um það, að vel sé búið að útflutningshrossum, og vitanlegt er, að refsiákvæðum dýraverndunarlaga er yfirleitt ekki beitt hér á landi, livað sem í skerst, þó að sh'kt Jryki sjállsagt í öðrum löndum. Svona er ástandið enn — eftir að löggjöf um dýravernd hefur gilt í heila öld og liðnir eru átta áratugir, siðan rit um dýravernd fór að koma hér út... Hvernig mundi það þá hafa verið, áður en nokkuð var að gert í Jressum efnum? . . . Og hvernig viðhorfin við hinu villta dýralífi, úr Jrví að þau voru svona — og eru víða enn — gagnvart húsdýrunum? Mundi nokkuð undarlegt, Jjó að hagsmunasjónarmiðið réði þar lög- um og lofum og jafnvel sé ærið fyrirferðarmikið enn. „Ljótur lugl mávurinn!" sagði útvegsbóndinn, sem sá máv sitja á steinbítshjallinum. Og: „Það er fallegt hérna, Jregar vel veiðist,“ er haft eítir eig- anda mikils og gagnsams veiðivatns í einu mesta menningarhéraði landsins. HELJARMENNIÐ OG GRETTISTAKIÐ Hinn mikli brautryðjandi íslenzkrar dýravernd- ar, Tryggvi Gunnarsson, var svo sem enginn ungur og ókunnur hugsjóna- og draumamaður, fjárvana Himi mikli frumherji. og umkomulítill, Jjegar hann árið 1885 færði Jjjóð sinni íyrsta hefti Dýravinarins. Hann var þá rétt fimmtugur og orðinn kunnur sem einhver hinn rammefldasti og um leið fjölhæfasti og hagsýnasti framfara- og athafnamaður, sem sögur fara af með íslenzku þjóðinni, miðað við aðstæður. Hann liafði reynzt mikill bóndi, var þjóðkunnur sem dverghag- ur og urn leið með afbrigðum fjölhæfur og afkasta- mikill smiður, frömuður um smíði stórhýsa í sveit og \ ið sjó, kunnur og dáður sem brúasmiður og Jjar með sigurvegari verstu og illræmdustu stigamennsku illvígra náttúruafla á samgönguleiðum landsmanna. Hann var rómaður sem frábær foringi á sviði félags- og viðskiptamála, hafði tekizt að sameina bændur og búaliða í heilum héruðum um innkaup og af- urðasölu og sýnt á þeim vettvangi, að hann þorði og megnaði að bjóða hinu alrennda og illvíga valdi danskra selstöðukaupmanna byrginn, og hann hafði gerzt forustumaður um innlenda snn'ði þilskipa og útgerðar og rutt braut í heilum landshluta betri og hagkvæmari verkun sjávarafurða en Jjar hafði áður tíðkazt. Hann var og orðinn þekktur sem víð- D Ý R A V E R N D A RINN 5

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.