Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 15

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 15
drægur. Hann var einlægur dýravinur, og mun sú hafa verið eina orsök þess, að hann leysti þann vanda Dýraverndunarfélags íslands að taka að sér ritstjórn Dýraverndarans. Mun hann hafa litið þannig á, að hlutverk sitt þar væri frekar að halda í horfinu, en nióta persónulegar og ákveðnar stefnu blaðsins en næstu fyrirrennarar hans, og lét hann sitja við það saina og áður, skrifaði lítið sjálftir, en valdi úr {>ví efni, sent barst, og sá um að blaðið kænii skipulega út. Að lokinni finnn ára ritstjórn Páls tók Einar E. Sæmundsen á ný við blaðinu, og er mér kunnugt um það frá liontnn sjálfum, að hann tók ritstjórn- ina að sér íyrir þrábeiðni þeirra, sem vildu, að hvað seni öðru iiði, hætti blaðið ekki að koma út. í ársbyrjun 1947 varð Sigurður Helgason kennari og rithöfundur ritstjóri Dýraverndarans, og var Iiann það til ársloka 1954 — eða alls í 8 ár. Sigurður er Austfirðingur, fæddur í Mjóafirði árið 1905. Hann tók kennarapróf 1928 og hefur síðan stundað kennslu, ritstörf og fræðimennsku. Hann hefur gef- ið út nokkrar skáldsögur, bæði fyrir fullorðna og börn, safnað efni í ritið Brini og boðar, þýtt ýms- ar bækur og verið ritstjóri barnablaðs. Fyrir skáld- sögur sínar sumar, svo sem Hin gullnu þil, gat hann sér orðstír sem sagnaskáld, en liins vegar var lítt gefinn gaumur að skáldsögunni Eyrarvatns-Anna, sem er mun veigameira skáldverk — ekki sízt seinna bindið, og til er eftir hann afbrigða góð smásaga. Sigurður var strax í bernsku mjög mikill dýravin- ur, og sem unglingur sendi hann Dýraverndaranum greinar, þar sem hann vítti einarðlega illa meðferð á dýrum. Hann hafði mikinn áhuga á að gera Dýra- verndarann að skeleggu málgagni, en taldi sig ekki mæta að sama skapi skilningi forráðamanna um fjármál blaðsins, svo að áhugi hans dvínaði. Hann safnaði í blaðið ýmsu fróðlegu og skemmtilegu elni og lagði meiri áherzlu á það en áður hafði verið gert, að liafa ntyndaval þess skemmtilegt og fjölbreytt. hegar Sigurður Helgason lét af ritstjórn í lok fertugasta árgangs, minntist hann þess liðna og fór þessum orðunt um starf ritstjóranna: „begar Jón Þórarinsson féll lrá, breyttist mál- flutningur Dýraverndarans furðu skjótlega. Hið upphaflega hlutverk hans verður alh í einu að þoka lyrir öðru sjónarmiði og aðaláherzla er nú Iögð á Jiað, að gera blaðið að skemmtiriti, en ekki ske- Þorleifur Gunnars■ son, bókbands- meistari, ajgreiðslu maður Dýravernd- arans og formaðui Dýraverndunarfé- lags Islands. leggt sem alvarlegt málgagn; og alltaf síðan hefur þetta \erið aðalstefna þess, hvað svo sem ritstjór- arnir hafa heitið. — Straumar tímanna hafa borið okkur alla inn á þessa leið, suma nauðuga — aðra viljuga. Allir höfðum við verið að hugsa um að gera blaðið sem allra skennntilegast — eins og það væri sérstaklega ætlað fólki til að lesa sér til dægra- styttingar — og lijá okkur öllum hefur það orðið meira og minna á kostnað góðs málefnis — því mið- ur. Þó er það ef til vill enn lakara, að eins og nú standa sakir virðast ekki vera skilyrði lyrir neina stórhuga baráttu í þarfir þess.“ Lesendur blaðsins munu sjá, að niðurstöður okk- ar Sigurðar um eíni og mótun blaðsins í fjörutíu útgáfuár er furðu lík. Ég hef hér á undan aðeins reynt að gera grein fyrir — í ljósi persónuleika þeirra, sem blaðinu stjórnuðu, og aðstæðnanna, sem þeir áttu við að búa, hvers vegna sú varð raunin, sem Sigurður bendir á og varla getur leikið á tveim tungum. Ég rak mig meðal annars rnjög fljótlega á það, þegar ég hafði tekið að mér ritstjórnina, að sá maður, sem afgreiddi blaðið og innlieimti áskrift- argjöld og hafði haft það starf á hendi í nákvæm- lega aldaríjórðung, hafði megna ótrú á því af bit- urri reynslu sífelldra erfiðleika, að lært reymlist að gera neitt það til breytingar á blaðinu, sem hefði kostnað í för með sér, taldi mjög vafasamt að hætta vinsældum þess með skorinorðum skrifum og ótt- L DÝRAVERNDARINN 15

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.