Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 26

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 26
Aströlsk seckýr. og liafa langa kampa, sem þær nota sem fálmara. Á nóttunni eru dýrin á beit á svo grunnu vatni, að ]>ær þurfa aðeins að lyfta höfðinu til þess að geta andað. Á daginn soía þær lengstum, liggja þá rétt aðeins undir yfirborði sjávar með nasaholurnar upp yfir sjávarflötinn. I>ær draga andann nokkrum sinn- um nteð stuttu millibili og þurfa svo ekki að anda að sér í rúmlega stundarfjórðung. Þegar móðirin Ieggur ungann á brjóst, veltir hún hann að sér með löngum hreifanum, og enginn vafi er talinn á því, að sögurnar um hafgúur og marbendla séu komnar frá sjómönnum, sem séð hafa í nokkurri fjarlægð sækýr rísa yfir yfirborð sjávar — ýmist kvendýr með kálfinn við brjóst sér eða karldýr með Jjroskalegt yfirskegg! Af sækúm voru þrjár aðaltegundir, en ekki er vitað annað en einni þeirra, sem liafðist við í Beringshafinu, hafi verið útrýmt þegar á 18. öld, og voru það hval- og selveiðimenn, sem unnu ]>að lítið hrósverða afrek. Sú tegundin var stærst, enda voru dýrin átta til níu metra löng. Þær tvær tegundir, sem enn eru til, eru eink- anlega frábrugðnar að því leyti, að sporðurinn á annarri er klumbumyndaður, en klofinn á hinni. Sú lifir við strendur Indlandshafs, Rauða- hafsins og við Ástralíu og Nýju-Gíneu. Karldýrið hefur tvær ekki ýkjalangar skögultennur í eíra gómi, en Iitla kampa — og hár aðeins á strjálingi um skrokkinn. Þessi tegund er minni en hin, yfir- leitt ekki nema 3i/2 til 4 metrar á lengd. Hin er aftur á móti 4—6 metra löng. Hún hefur mjiig stóra kampa — og þá einkum karldýrin, og þótt hár- vöxturinn sé lítill, er hún samt hærðari en sú með klofna sporðinn. Þessi tegund lifir við strendur Vestur-Afríku, Mexikóflóa og Suður-Ameríku. Saéan af svartbaknum E F T I R FINNBOGA BERNÓDUSSON Það var haustið 1927, að ég stundaði róðra á vél- bátnum Dröjn frá Bolungarvík. Formaður var Helgi Einarsson. Einn morgun, eftir að bjart var orðið, vorum við að leggja lóðirnar um Nes og Kamba, alkunn grunn- mið Bolvíkinga. Hvasst var á austan, svo að ekki gaf á útmið. Við buglögðum, fyrst út, svo norður eitt tengsli, og síðan inn og austur. Þegar búið var að leggja, var farið aftur út á bug, því að við höfðum grun um, að austari bugniðurstaðan helði farið út flók- in. Þetta reyndist líka rétt. Þegar við höfðum dregið til flókans, greitt liann og sleppt niður altur, var haldið inn með vestari álmunni. Ég stóð í lúkarsstiganum og horfði fram undan, en Helgi var við stýrið. Þegar við vorum komnir inn lyrir miðja álmuna, sá ég eitthvað, sem öðru hverju kom upp á milli ökluhryggjanna, en hvarf niður aftur á hverri báru. Þegar nær kom, sýndist mér þetta vera fugl, og brátt sá ég, að það var eins og mér halði sýn/.t. Þetta var stór hvítfugl, svartur á baki, — það var sem sé svartbakur, sums staðar kallaður veiðibjalla. Ég fór upp og aftur að stýrishúsi og benti Helga á þetta, sem fram undan var, og þar eð auðsætt var, að báturinn mundi með sömu steínu fara spöl- kom frá fuglinum, breytti Helgi horfinu ofurlítið, og um leið dró hann al vélinni. Ég náði mér svo í haka með léttu bambusskafti og stóð viðbúinn rétt hjá lóðahjólinu. Þegar fuglinum skaut upp, brá ég hakanum undir lóðina neðan við hann, og sannarlega mátti ég taka á af öllu afli til þess að ná bugt af lóðinni inn fyrir hjólið. Fuglinn fylgdi með og datt eins og hálf- dautt slytti á þilfarið. Hann var auðvitað fastur á öngli, og nú sleit ég öngultauminn og sleppti lóðarbugtinni út fyrir ölclustokkinn. Svo fór ég að huga að fuglinum. Hann lá nú með útbreidda vængi og ældi sjó í sífellu. Þetta var fallegur og sterklegur svartbakur, 26 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.