Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 10
verið að safna sein mestii af auglýsingum, og kostn- aðurinn við síðustu árgangana, sem hefur lirað- hækkað, hefði orðið samtökunum með öllu ofviða, ef gjaldkeri stjórnarinnar, Hilmar Norðfjörð, hefði ekki reynzt ærið duglegur við söfnun auglýsinga. En hvað hefur svo ráðið þessari stefnu um verð- lagningu blaðsins? Fyrst og fremst tillitið til barn- anna, sem blaðið kaupa. Sú skoðun, sem þegar ríkti hjá Tryggva Gunnarssyni, að gengi dýraverndar með þjóðinni í framtíðinni væri undir J>ví komið, að blaðið næði til sem flestra af hinni ungu kyn- slóð, bæði að því er við kæmi verði og efni, er enn í fullu gildi, |)ó að hins vegar beri til þess brýna nauðsyn, að blaðið sé skeleggt til varnar og sóknar í þeim málum, sem að kalla hverju sinni á vett- vangi dýraverndunar með þjóðinni. GENGI BLAÐSINS, RITSTJÓRN OG AFGREIÖSLA FYRSTU TÓLF ÁRIN Jón Þórarinsson sagði í fyrsta tölublaði Dýra- verndaraiis, að það hefði verið fyrir álniga og fórn- fýsi einnar konu og eins manns, að Dýravernd- unarfélagi íslands hefði reynzt kleift að ráðast i útgáfu blaðsins. Eins og að framan segir, voru það þau Ingunn húsfreyja Einarsdóttir og tengdasonur hennar, Norðmaðurinn Emil Rokstad, sem þarna er við átt. Ég hef ekki fengið vitneskju um, hve hátt var fram- lag frú Ingunnar, en Rokstad lagði fram 300 krón- ur. Þetta mun sumum virðast lítil upphæð, en það hygg ég, að óhætt muni að fullyrða, að ekki liafi hún þó verið minna virði í ársbyrjun 1915 en 30 þúsund krónur nú, svo að ekki þarf að efa, að hlut- ur þeirra Ingunnar Einarsdóttur og Emils Rokstad í stolnun blaðsins hafi ráðið úrslitum, og verður það seint fullþakkað. En ekki getur leikið vafi á, að næst honum verði að skipa því ómetanlega happi, hvernig til tókst um val ritstjóra og af- greiðslumanns. Mér hefur verið sagt, að það hafi verið sjálfur Tryggvi Gunnarsson, sem fékk því til leiðar komið, að maður, sem átti jafnannríkt og Jón Þórarinsson fræðslumálastjóri, tók að sér ritstjórn blaðsins, og ég veit, að það voru félagar Jóhanns Ögmundar Oddssonar í Góðtemplarareglunni, sem voru með honum í stjórn Dýraverndunarfélagsins, Ottó N. Þorláksson, Flosi Sigurðsson og Sigurður Jónsson kennari og síðar skólastjóri, sem fengu hann til að taka að sér afgreiðslu blaðsins. Jón Þórarinsson, hinn skeleggi og einarði baráttu- og áhrifamaður. Jón Þórarinsson varð snemma kunnur sem dýra- vinur. Hann var einlægur áhugamaður um aukna alþýðufræðslu og alla menningarlega reisn íslenzku þjóðarinnar, hafði sem prestssonur í sveit mikið yndi af dýrum og var kominn í mjög náin kynni við Tryggva Gunnarsson, þegar hann hóf útgáfu Dýravinarins, enda kvæntur Láru, systurdóttur Tryggva, dóttur Péturs amtmanns á Möðruvöllum og systur Hannesar Hafstein. Strax í öðru og þriðja liefti Dýravinarins átti Jón Þórarinsson frásagnir um dýr og síðan í 9. heftinu, og þó að hann kæmi ekki frekar fram á ritvöllinn í Jæssu rnerka riti, þar eð Tryggvi átti brátt margra kosta völ um efni, var óbreyttur hugur þessa tilfinningaríka og já- kvæða drengskaparmanns til dýranna og verndunar þeirra. Ut af i'yrir sig var það eitt mikils virði, hve Jón Þórarinsson var kunnur, virtur og vinsæll. Hann hafði verið skólastjóri Flenshorgarskóla frá 1882— 1908, og frá 1892—1908 kennt verðandi barnakenn- urum. Og sem fræðslumálastjóri hatði hann sam- band við fjölda kennara og ráðamanna út um allar byggðir landsins. Hann liafði og setið á Alþingi í H ár og var að sama skapi höfðingjadjarfur sem hann var viðmótsgóður og lipur í allri framkomu — og auk alls þessa var liann niaður mjög glæsi- legur. Og þrátt fyrir niiklar annir, reyndist hann af- brigða samvizkusamur og ötull ritstjóri, og þótt hann væri prúðmenni, skirrðist hann ekki við að víta harðlega, hver sem í lilut átti, illa meðferð á dýrum, hirðuleysi valdsmanna um eftirlit og lög- 10 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.