Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 16

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 16
aðist, að verðhækkun mundi kosta það stóran hóp kaupenda, en þá var verðið aðeins limmfalt á við það, sem það hafði verið við upphaf heimsstyrj- aldarinnar — og í engu samræmi við almennar verðhækkanir og aukning útgáfukostnaðar. Þessi rnaður var Hjörtur Hansson stórkaupmaður. Hann var Reykvíkingur, fæddur árið 1883, og átti hér í höfuðstaðnum svo til allan sinn langa og merka starfsdag. Hann var mikill áhugamaður urn félagsmál, var lengi í stjórn og á annan áratug for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, einn af stofnendum K. F. U. M. og síðan stuðningsmaður kirkjulegrar starfsemi, var t. d. formaður fjársöfn- unarnefndar Hallgrímskirkju. Hann var dýravinur og gekk snemrna í Dýraverndunarfélag íslands og var um skeið ritari stjórnar þess, tók að sér af- greiðslu Dýraverndarans frá og með árinu 1930 og liafði hana á hendi til æviloka 1956. Hann var einn af stofnendum Náttúrulækningafélags íslands og í stjórn þess félags frá upphafi, og hann var meðal stofnenda Reykvíkingafélagsins og síðan frarn- kvæmdastjóri þess. Hann starfaði í áratugi í Góð- templarareglunni og gegndi þar trúnaðarstörfum, og loks hafði hann mikinn áhuga á söng og var góð- ur félagi ýmissa söngiélaga og söngflokka, og öll sín störf rækti hann af mikilli samvizkusemi. Á því mun enginn vafi, að reglusemi hans og fjárgæzla sem algreiðslu- og innheimtumanns Dýraverndar- ans hafi borgið blaðinu, þegar verst lét á kreppu- árunum. Eins og um er getið í ágripi mínu af sögu dýraverndunarsamtakanna í 3.-4. tölublaði 1964, sá hann rofa til í fjármálum blaðsins nokkru eftir að kreppunni miklu var aflétt og stríðsgróðinn var kominn til sögunnar, Jrví að þá jókst tala kaup- enda á fáum árurn úr 900 upp í 1500, en svo dalaði hún aftur og komst næstum því eins lágt og þegar verst hafði látið. Honum virtist því síður en svo efnilegt að stofna til neinna ævintýra í útgáfu blaðsins, svo erfitt sem hafði reynzt að halda þeirri fleytu á floti í þann hálfan [triðja áratug, sem hann hafði staðið í Jjeim vanda, og má segja, að það hafi verið að vonum. ÁRIN 1955-1964 Þegar ég tók við ritstjórn Dýraverndaraiis, var mér það Ijóst, að mig skorti sitthvað til að stjórna slíku blaði. Ég hafði ávallt haft yndi af dýrum, verið mjög hneigður fyrir að kynna mér sem nán- Hjörtur Hansson, stórkaupmaður, lengst allra af- greiðslu- og inn- heimtumaður Dýra- verndarans. ast alla háttu þeirra og halði liðið við J)að, að aðstæður mínar voru árum saman Jrannig, að ég gat ekki notið samvista við dýr. En ég var svo sem enginn lræðimaður í náttúruvísindum, og ég var ekki svo kunnugur dýraverndunarmálum sem skyldi. En J)að brann í mér að sjá og vita, hve ennþá var illa farið með dýr og hve illa voru ræktar skyldur yfirvalda um gæzlu þeirra laga og reglugerða, sem tryggja skyldu dýrunum mannúðlega meðterð. Ég setti mér þrjár reglur, Jnegar ég hóf ritstjórn- ina. í fyrsta lagi að leggja áherzlu á baráttuna fyrir dýravernd og hlífast þar hvergi við, hvort sem í hlut ættu stjórnarvöld, gæzlumenn laga eða ein- staklingar. í öðru lagi að freista [jess að hafa í blaðinu sem fjölbreyttastan fróðleik um dýr og frá- sagnir af Jteim, vel og skemmtilega framsett, og ef slíkt efni reyndist ekki láanlegt í rituðu forrni, sent fullnægði kröfum mínum, yrði ég að skrifa Jrað eða Jjýða og gefa Jtví eins aðlaðandi form og mér væri unnt, Jjví að auk Jress sem ég vissi, að fjölmargt af fulljtroska fólki hefur yndi af slíku efni, vissi ég, að Jtess var brýn nauðsyn til að laða að blaðinu hinar ungu og uppvaxandi kynslóðir. í þriðja lagi að hafa sem nánasta samvinnu við forráðamenn blaðsins — og Jtá einkurn ritara dýraverndunarsam- takanna, sem ég komst brátt að raun um, að er raunverulega ólaunaður framkvæmdastjóri [reirra, sívökull um allt, sem fram fer á vettvangi dýra- verndar, utan lands og innan, iylgist eins vel með og ástæður leyfa hvers konar misbrestum á dýra- vernd og hvað efst er á baugi, Jiar sem togast á hagsmunir og tiilit til dýranna — og auk alls Jjessa 16 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.