Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 22

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 22
lega ekkert við því sagt, þó að þau losi olíu í sjóinn, strax og þau eru komin út fyrir þriggja mílna línu frá ströndum íslands, því að almenn landhelgi íslands mun vart ná lengra, þótt fiskveiða- landhelgin nái 12 mílur út frá yztu skerjum og and- nesjum. Sjálfsagt er að ríkisstjórn íslands fari fram á það við rússnesk stjórnarvöld, að olíuskipin virði Lundúnasamþykktirnar, en þó að þau fengjust til að gera það, er meira en vafasamt, að málaleitun um það efni beri árangur næstu mánuðina, því að vanalega er seinagangur á öllu því, sem stjórnar- deildir eiga um að fjalla. En það er svo ekkert álitamál, að þó að enn seinki aðild Ráðstjórnar- ríkjanna að Lundúnasamþykktunum, þá verði það gert að skilyrði, næst þegar samið er við Rússa um olíukaup og olíuflutninga, að þeir virði þær sam- þykktir að því er tekur til hafsins kringum ísland. Annars er illt til þess að vita, að bókstaflega engin af hinum kommúnistísku ríkjum, að undanskildu Póllandi, hafa séð sóma sinn í að gerast aðilar að Lundúnasamjrykktunum, Jjó að lönd eins og Ghana, Dóminíkanska lýðveldið og Arabísku sambandslýð- veldin hafi gerzt aðilar, en ætla mætti, að stjórnir þeirra ríkja skorti ábyrgðartilfinningu á jressum vettvangi á við stjórnir hinna kommúnistísku ríkja. Það hefur löngum kveðið við, að hin miklu olíu- félög, B.P., Esso og Shell skorti samlélagslegan og einnig jjjóðhagslegan skilning. Þar væru allsráð- andi jirengstu gróðasjónarmið. En nú hefur Jrað Jjó sýnt sig, að Jjau eru í olíumengunarmálinu fremri stjórnarvöldum þeirra ríkja, sem ýmsir telja að séu um stjórnarfar forboði Jjess, sem koma skuli. Fyrir forgöngu Shellíélagsins hafa þau bannað öllum sínum skipum, ekki aðeins Jjeim, sem þau eiga, heldur líka liinum, sem Jjau hafa leigt til olíuflutn- inga, að losa olíu eða olíublandið skolavatn í sjó- inn, enda hafa þau reiknað, að með því að skipin losi Jjannig skolavatn, fari árfega til spillis hvorki meira né minna en 3 milljónir smálesta af olíu. Eiga skipin framvegis að dæla slíku skolavatni í Jjar til gerða geyma á landi. Þó að Jjessi félög ráði aðeins yfir helmingnum af Jjeim skipaflota ,sem eingöngu flytur olíu, er bann þeirra mikið gleðiefni. Til þess að gefa ljósa hugmynd um Jjá ægilegu hættu, sem olíumengun sjávar hlýtur að hafa í för með sér, skal hér birtur kafli úr bréfi frá manni, sem er skipstjóri á sænsku olíuflutningaskipi. Bréf- ið birtist í Nautisk Tidskrift, málgagni sænskra Eitl nf fúrnardýrum oliumengunarinnar. Sjd einnig myndir á næstu blaðsiðu. skipstjóra. Skipið hafði farið með farm til Englands frá hinum nálægari Austurlöndum, og fór síðau suður í Persaflóa til þess að sækja annan farm. Skipstjórinn segir: „A norðurleið fórum við fram hjá Kap Finis- terre í aðeins 3i/2 mílu fjarlægð. En Jjó að við vær- um ekki lengra frá ströndinni, sigldi skipið yfir geysistórt svæði, sem var Jjakið hráolíu, sem losuð hafði verið úr geymum einhvers af hinum stóru flutningaskipum. í fulla tvo klukkutíma var loftið Jjrungið gaslykt, sem lagði upp frá sjávarfletinum, sem áður hafði verið hreinn og tær og frá hafði lagt allt annan Jjef. Norðan við Finisterre jókst vindurinn og sjóirnir stækkuðu, og skolaði Jjá inn á þilfarið Jjykkum hráolíukökkum. Þegar við svo lögðum leið okkar suður eftir, var Biskayjaflóinn eins og spegill, en Jjessi spegill var allur meira og minna klíndur hráolíti. Og frá Jjví að eftir var sex tíma ferð að Finisterre og Jjangað til við fórum fram hjá vitanum, varð einn olíu- flákinn af öðrum á vegi okkar — ekkert nema olíu- flákar, svo langt sem augað eygði til allra átta. Það var hörmuleg sjón, sem kvöldrökkrið loksins huldi augum okkar. Þegar ég er að skrifa Jjetta, er Miðjarðarhafið að baki. Og Jjar gat alls staðar að líta einn olíu- flákann af öðrum, líka á bannsvæðunum, svo að ég komst að Jjessari niðurstöðu: Það er svo komið, að varla er Jjörf á áttavita eða neins konar siglinga- 22 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.