Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 27

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 27
Frá 50 ára afmœli dýraverndunarsamtakanna. Talið frá vinstri: Þórður Jónsson, Dýraverndunarfélagi Reykjavikur, Skúli Sveinsson, sama félagi, Hilmar Norðfjörð, gjaldkeri S.D.Í., Jngimar Jóhannesson, afgreiðslumaður Dýravernd- arans, og frú Viktoria Blöndal, Dýraverndunarfélagi Reykjavikur. að mér virtist mjög ungur, j>ví að enn var hann varla orðinn eins svartur á baki og íullþroska fugl- ar eru. Hann liafði ætlað að ná sér í beitu af lóð- inni, en flogið upp, áður en hann var búinn að losa beituna at önglinum, og svo liatði Jiá öngull- inn kræk/.t í neðri góminn og að lokum niður í gegnum hann, vegna örvæntingarátaka íuglsins J)eg- ar hann var að reyna að losa sig, en J)ó að hann helði verið nógu sterkur til að geta slitið tauminn, mátti J)að ekki takast, |)\’í að lóðin gaf eftir við hvert átak. hetta var um J)að bil á miðju tengsli, og eftir því sem meira var af Jjví lagt, jókst alltaf JiUnginn, unz næsta bóli var kastað. Og J)á hlutu í rauninni öll suncl að vera lokuð. Þunginn var orðinn svo mikill, að annað veifið færðist fnglinn í kaf. En lífslöngunin lætur ekki að sér liæða. Hvorki meira né minna en átta lóða Jiunga liélt þessi sterki fugl á lofti í fullar tvær klukkustundir! Mér fannst það J)á og mér liefur alltaf fundizt J)að síðan eindæma afrek svo lítils dýrs. Htigsa sér, — að halda uppi bugt úr heilu tengsli, á annað þúsund metrum, í úfnum sjó og rysjuveður í tvær óralangar klukku- stundir! Þvílíkur Jnóttur, þvílíkur vilji, Jjvílík seigla í baráttunni við dauðann! Vitaskuld hefði fuglinn beðið ósigur, ekki gelizt upp, en þróttinn þrotið, ef okkur hefði ekki borið þarna að — ef til vill á allra síðustu stundu. Okkur sjómönnunum verður J>að oft fyrir að DÝRAVERNDARINN hugsa til forsjónarinnar. Við sjáum svo olt, að stutt er á milli lífs og dauða, og stundum virðist okkur, að því að eins farist Jiessi eða hinn og annar bjarg- ist, að Jjað hafi verið ákveðið af forsjóninni. Og mér varð á að lnigsa svipað út af örlögum þessarar vængjuðu hetju: Var Jjarna um æðri vernd eða for- sjón að ræða? Voru ]>að æðri máttarvöld, sem réðu Jjví, að niðurstaðan flóknaði, og að við fórum vest- ari leiðina inn en ekki ])á austari? Og af hverju stóð ég í lúkarsstiganum í stað Jæss að vera niðri í hlýjunni? Það var Jiess vegna, sem ég kom auga á fuglinn, sent háði þarna baráttu við dauðann. Var honum ætlað eitthvert sérslakt hlutverk, illt eða gott? „Fýkur ekki lis né strá fram úr alvalds hendi," segir skáldið. En þarna lá svartbakurinn á Júlfarinu — með krókinn gegnum neðri góminn — og ældi sjó. Ég náði mér í hníf, té)k fuglinn, settist með hann á lestarhlerann, skar áriðið al öngulspaðanum og dró síðan öngulinn í gegn. Þetta kunni fuglinn ekki að meta. Hann var hinn örðugasti, meðan ég var að ])essu, reyndi að bíta mig, þegar ég hélt opnu á honum gininu, en ég hafði á höndum svellj)ykka ullarvettlinga, og J)að dugði. Þegar ég hafði losað fuglinn við öngulinn, sleppti ég honum og sté)ð upp. Hann hristi sig, Ieit upp á mig og gargaði allt annað en vinalega. Svo sneri hann sér við og labbaði aftur að vélarhúsinu og fór að snyrta á sér fiðrið. 27 L

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.