Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Síða 19

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Síða 19
var með ágætum, íesta og regla ríkjandi í hvívetna um aígreiðslu og innheimtu. Þorgils hætti staríinu vegna veikinda um áramótin 1960—61 og við tók Unnur Hagalín, sem hafði afgreiðsluna á hendi í tvö ár. Þá var allmikið unnið að söfnun áskrifta, og gengu þau sérlega vel fram í þvi, Unnur og for- maður Dýraverndunarfélags Reykjavfkur, Marteinn Skaftfells — í samráði við mig. Unnur er fædd í Reykjavík 1911, starfaði mjög lengi erlendis, var meðal annars í átta ár í þjónustu fjármálaráðu- neytis Dana. Síðustu árin hefur afgreiðslan verið í höndum Ingimars Jóhannessonar, fyrrum skóla- stjóra og fulltrúa hjá fræðslumálastjóra, en hann er kunnur að samvizkusemi um öll sín störf, og þannig hefur hann reynzt sem aígreiðslumaður. Hann á eins og Þorgils langan starfsferil að baki, er fæddur í Meira-Garði í Dýrafirði árið 1891, var kennari og skófastjóri til 1947 og hefur haft á hendi margvísleg trúnaðarstörf í ýmsum menningar- og mannúðarsamtökum. FRAMTÍÐ DÝRAVERNDARANS Um framtíð Dýraverndaram mætti margt segja. Hlutverk hans til íramgangs málurn og til varð- gæzlu þess, sem þegar hefur unnizt, hefur aldrei verið meira en nú, svo ört sent allt breytist og margt gamalt gengur úr skorðum. Sú tillaga liefur komð fram að breyta honum í ársrit, en gegn því gilda sömu rök enn og frú Ingunn Einarsdóttir bar fram á íundinum í Laugarnesi 1915, sem endaði með því, að blaðið var stofnað. Dýraverndarinn þarf að vera tiltækur til varnar og sóknar, svo að Þorgils Guðmundsson. Unnur Aradóttir Hagalin. ekki líði of langt frá því að málin voru eíst á baugi, jDar til um j)au er fjallað í blaðinu, og J)að er síður en svo, að J)að nái ekki til þeirra, sem víta þarf. Ég hef sem áður getur orðið Jjess vís, að Jneir, sem Jjað hefur beint að skeytum, hafa orðið jæirra varir, og ég hef hloiið ærið ómjúk orð — einkum á bak, og einu sinni skildist mér, að reyna skyldi fyrir sér um mútur, raunar í kurteislegu formi, freista þess, hvort ekki væri unnt að breyta afstöðu minni í ákveðnu máli á þann hátt, enda hefur víst sú leið oít og tíðum gefizt allvel á ýmsum stöðum. Blaðið þarf að stækka og fjölbreytni þess að auk- ast. Mörg mál eru á döfinni, sem krefjast rúms. Ritstjóri þarf að geta aflað sér fjölbreyttara efnis, einkum Jæss fróðleiks um náttúrufræði og náttúru- vernd, sent ósjálfrátt eykur hjá hverjum manni sam- hug og virðingu fyrir gróðraröflum tilverunnar, og blaðið þarf að eiga ráð á betri og glæsilegri mynda- kosti, svo að ]>að geti að einhverju leyti keppt um hylli æsku landsins við hið fjölmarga miður æski- lega, sem henni stendur til boða. Málflutningur J)ess þarf að vera reistur á gildum rökum J)ekkingar, hagkvæmni og menningar, og J)að ])yrlti að hafa þau ljárráð, að J)að gæti launað liðsinni sérfróðum mönnum á þessum eða liinum vettvangi. En hvar verður fé íengið til að gera blaðið svo úr garði, að ])að staðni ekki í því formi, sem J)að er nú — og þar með dragist aftur úr þróuninni, ])ví að mönnunum munar annaðlivort aftur á bak eða ])á nokkuð á leið? Ég er ekkert hræddur við að hækka verð blaðsins að talsverðum mun, svo lágt sem það er nú. Ef það hefur hlutverki að gegna D Ý R A V E R N D A R I N N 19

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.