Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 28

Dýraverndarinn - 01.03.1965, Blaðsíða 28
Ég fór svo niður að fá mér bita. Þegar við kom- um upp aftur, liafði ég með mér brauðsneið með kæfu ofan á og fleygði henni til luglsins. Hann reis upp og hristi sig, velti vöngum og starblíndi á sneiðina. Svo hjó hann nefinu í hana og hristi síðan molana út úr goggnum. Sneiðin lá á grúfu. Honum geðjaðist sýnilega ekki að þessu. Allt í einu sneri liann sneiðinni við með fætinum og liorfði á hana góða stund, veltandi vöngum. Loks kroppaði hann í hana með gætni, og nú át hann. Hann kroppaði aftur og aftur — gerði það nokkrum sinn- um. Svo hætti hann. Hann hafði étið kæfuna, — brauðið vildi hann ekki. Þegar við vorum farnir að draga, gaf ég lionum lifur. Hana þáði hann, en þó þóttu honum þorsk- seiði betri. Hann sporðrenndi þrenmr, þangað til hann hafði fengið nægju sína. Það var auðséð á hreyfingum hans, að hann var óðum að ná sér, en þó sýndi hann ekki á sér farar- snið. Þegar við vorum um það bil hálfbúnir að draga, lét ég hann útbyrðis, en hann hélt sig í námunda við bátinn og gaf gaum að öllu æti, sem til féll, og hann bægði röggsamlega frá öðrum fugl- um, sem vildu ná sér í eitthvað ætilegt, — hann þóttist eiga þarna rétt á öllu og var mjög ráðríkur. Og þegar við héldum af stað í land, lyfti hann sér til flugs og fylgdi okkur eftir, ásamt fleiri fuglum, sem höfðu lmg á að ná sér í eitthvað í svanginn. Ég þekkti ekki þennan fugl frá öðrum ungum svartbökum, en þó hygg ég, að hann hafi oftast fylgt okkur eftir, þegar við vorum að draga lóð- irnar þennan vetur. Minnsta kosti fylgdi okkur Vinir mínir meSal dýranna Frá því fyrsta hef ég umgengist dýr, enda alin upp í sveit. Öll hafa dýrin veitt mér óteljandi ánægjustundir, en þó mesta ánægju þau, sem ég hef haft nánust kynni af — hundarnir og kettirnir. Ósköp var það notalegt, að fá kisu í rúmið, þegar ég var barn. Hún var svo hlý og mjúk. Kettirnir eru prúð dýr — og trygglynd svo af ber, enda kveð- ur Þorsteinn Erlingsson, sá mikli dýravinur: „Margra hunda og manna dyggð má sér aftur veita, en þegar ég glata þinrii trvggð þýðir ei neitt að leita.“ Bezti leikfélagi minn í bernsku var hundur, sem kom á heimilið lítill hvolpur. Þegar hann kom, var mikil gleði hjá okkur börnunum. Við skírðum liann Kol. Hvar sem við vorum, var Kolur litli á hælum okkar. Við kenndum honum feluleik. Eitt barnið hélt fyrir augun á honum, meðan hin földu sig. Ekki brást það, að liann fyndi öll hin. Þá skein bæði gleði og glettni út úr brúnu augunum hans. Stundum kafaði hann niður á botn á læknum og náði í jiað, sem við höfðum hent þangað. Ymislegt fleira kenndum við Kol litla. Hann var líka ágætur fjárhundur. Eftir að ég varð fullorðin, hef ég aðeins átt tvo hunda. Sá fyrri hét Cúnó. Hann var frá Hafnar- firði. Maðurinn, sem gaf okkur liann, liét Ingi- mundur Stefánsson, sem margir munu minnast. Hann bjó í litlum bæ, sem hann hafði byggt sjálf- ur, dálítið fyrir vestan Hafnarfjörð, úti í hraun- svartbakur, sem var rnjög ráðríkur gagnvart öðrum fuglum og ærið aðgangsírekur. Það kom fyrir, að hann sló mig í höfuðið með vængjunum, þegar ég var að gogga inn fiskinn. Og þó ég bægði honum frá með goggnum, þá lét hann sér ekki segjast. Hann kom strax aftur og var aldrei ólmari en þá. Ég held, að þetta liljóti alltaf að liafa verið sami svartbakurinn — og einmitt Jjessi, sem við Helgi björguðum úr klóm dauðans. 28 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.